Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 51
Amerískur fiskifræðingur skýrir frá
athugunum, sem hann hefur gert
á eiginleikum og hegðun
rafmagnsálsins.
Raf magnsállinn
Grein úr „The Atlantic Monthly“,
eftir Christopher W. Coates.
A F ÖLLUM rafmagnsfiskum
er rafmagnsállinn þekktast-
ur af lærðum jafnt sem leikum,
og sem sjálfskipaður blaðafull-
trúi þessa fisks hef ég sýnt svo
mörgum afl hans á undanförn-
um árum, að ég er farinn að
bera næstum því föðurlega' ást
í brjósti til hans.
Fyrstu fundir okkar voru eig-
inlega ekki góðs viti, því að árið
1929, þegar ég sá rafmagnsál
í fyrsta skipti synda letilega
fram og aftur í fiskibúri í fiska-
safni New Yorkborgar, og las
á spjaldi, að fjögra feta langur
áll gæti „drepið hest“, var ég
mjög vantrúaður. Hvernig gat
nokkurt dýr framleitt svo mik-
inn straum ? Hvar fór straumur-
inn út í vatnið, og hvers vegna
drapst állinn ekki sjálfur, eins
og í „rafmagnsstól"?
Það, sem skrifað hafði verið
um rafmagnsálinn, gaf mér ekki
fullnægjandi svör við þessum
spurningum. Þó að jafnfrábærir
vísindamenn sem Galern, Sir
Humprey Davy og Faraday
hefðu rannsakað rafmagnsfiska,
hafði enginn þeirra gefið full-
nægjandi skýringu á eiginleikum
þeirra sem „raforkuvera“, og
þeir höfðu heldur ekki mælt
straumstyrkleikann. Faraday
gekk út frá, að straumurinn færi
frá höfðinu aftur í sporð, það
var allt og sumt. Ég vonaðist
til að geta komizt að öruggari
niðurstöðu.
Fyrsta tækifærið gafst nokkr-
um árum seinna, þegar ég sem
meðlimur í stjórn fiskasafnsins
bjó mig út með leiðslur og lampa
og lagði „gildru" fyrir straum-
inn frá álnum. Jú, takk! Ég var
bókstaflega sleginn um koll, þeg-
ar ég reyndi að háva upp álinn.