Úrval - 01.02.1949, Side 62
60
ÚRVAL
En er ellin óhjákvæmilegur hluti
þessa gjalds ? Verða ellin og elli-
mörkin óumflýjanlega að koma
í kjölfar fulls þroska? Líffræð-
ingar og leikmenn hafa velt
þessum spurningum fyrir sér
allt frá dögum Aristótelesar.
Mótsetningin milli vaxtar og
elli hefur ekki reynzt auðskilin.
Þegar frumur skiptast eins og
á sér stað í vef jum, sem eru að
vaxa, leysist kjarninn (en í hon-
um eru erfðaeindir eða gen
frumunnar) í sundur, og kjarna-
efnið blandast öðrum efnum
frumunnar. Þegar skiptingin
hættir, hættir blöndunin einnig.
Er þarna að finna orsök ell-
innar? Það er almennt álit, að
það sé að minnsta kosti einn
þáttur í orsökinni, að þessi
blöndun kjarnaefnanna og frym-
isins í frumunum hættir. Arf-
gcngi ræður vexti og skiptingu
frumuvefjanna, og því er ekki
hægt að breyta. Og jafnvel þó
að hægt væri að láta vöxtinn
halda áfram endalaust, mundi
það varla hafa æskileg áhrif.
En stöðvun vaxtarins er í okk-
ar augum ekki eins alvarlegt
mál og hún var áður fyrr, þeg-
ar álitið var, að með henni hætti
e'nnig endurnýjun vefjanna.
Fyrir tíu árum var líkamanum
enn oft lýst sem brennsluvél, er
tæki til sín eldsneyti, en ekki
efni til endurnýjunar.
En kringum 1935 hófu Rudolf
Schoenheimer og nokkrir fleiri
vísindamenn við Columbiahá-
skólann í Bandaríkjunum rann-
sóknir á ferðum næringarefn-
anna urn líkamann með notkun
geislamagnaðra (,,merktra“)
efna. Þeir gáfu tilraunadýrum
sínum ,,merkt“ efni og röktu
síðan slóð þeirra um líkamann
með mælum, sem mældu geisla-
verkanirnar frá efnunum. Þess-
ar tilraunir leiddu í Ijós, að bygg-
ingarefni líkamans eru sífellt að
breytast og endurnýjast, og að
sú breyting og endurnýjun held-
ur áfram löngu eftir að vöxtur
og þroski hættir. Ef merkt
eggjahvítuefni er gefið rottu á
þriðjudegi, má finna það jafn-
dreift um allt eggjahvítuefni lík-
amans á fimmtudegi, jafnvel í
sinum og liðaböndum, sem þó
virðast ekki líkleg til að taka
miklum breytingum. Fitan er
jafnóstöðug; f ituvef irnir eru
stöðugt að taka til sín nýjar fitu-
sameindir og losa sig við gaml-
ar.
Jafnvel beinin virðast ekki á-
nægð með byggingarefni sitt. Ef
tilraunadýri er gefinn geisla-