Úrval - 01.02.1949, Page 78
76
ÚRVAL
aukinn og bættur, og þær fengu
fulla líkamlega heilsu aftur —
en þær tóku ekki af tur upp vatns-
drykkju, þær héldu sig við á-
fengið. Efnabreyting hafði átt
sér stað í líkama þeirra og þær
voru orðnar drykkjusjúkar.
Eins er ástatt um mennina. Þess
vegna er ofdrykkja — sem sjúk-
dómur — ólæknandi. Þess vegna
getur ofdrykkjumaður aldrei
drukkið glas af víni. í kjölfar
þess koma alltaf fleiri, unz hann
hefur drekkt líkama sínum, sál
og orðstír í áfengi.
Hvernig verða menn of-
drykkjumenn? Á margan hátt,
býst ég við, líkt og það, að of-
drykkja getur verið á ýmsum
stigum. Ég byrjaði að drekka
whisky sextán og hálfs árs, þeg-
ar ég var hermaður í fyrri
heimsstyrjöldinni. Það var gam-
an að finna á sér, og hvað gerði
það til? Dauðinn var á næsta
leiti. Þegar stríðinu lauk, hafði
ég vanizt á að drekka. Ég hafði
enn gaman af því, og í London
á þeim árum var mikið um
mannfagnaði, og hví þá ekki að
drekka? Á bannárunum í Áme-
ríku drukku allir allt, sem þeir
gátu náð í. Og ég barst enn með
straumnum. Sannleikurinn var
hinsvegar sá, þó að ég vissi það
ekki þá, að ég var ofdrykkju-
maður frá þeirri stundu, er ég
bragðaði fyrsta staupið.
Það liðu nokkur ár áður en
þetta tók að renna upp fyrir
mér, og enn fleiri áður en ég
gerði mér fulla grein fyrir því.
Mér varð smám saman Ijóst, að
ég hafði ekki lengur ánægju af
að drekka eins og ég drakk. Ég
vildi drekka öðruvísi . . . en þá
uppgötvaði ég, að ég gat ekki
hætt. Ég hafði alltaf gert það
sem ég vildi, án tillits til þess
hvað aðrir sögðu. En hér var
eitt, sem ég gat ekki gert, þó að
ég hefði fullan vilja á því. I
stað þess að njóta veizlugleð-
innar við hóflega drykkju og lítil
eftirköst, vissi ég nú fyrir fram,
að ég mundi verða dauðadrukk-
inn og daginn eftir sárþjáður
af timburmönnum. Það var
stutt skref frá þessu til ,,af-
strammarans" að morgni til að
lækna timburmennina og síðan
áframhaldandi drykkju. Ég fór
að hafa beyg af veizlum. Ég
vissi, að vinir mínir umbáru
mig aðeins af umhyggju fyrir
konu minni og samúð með henni
í raunum hennar. Ég „dó“ venju-
lega í kyrrþey, án þess að verða
öðrum til óþæginda, en um
morguninn mundi ég ekkert