Úrval - 01.02.1949, Side 57
AÐ TALA A MANNFUNDUM
55
ast.“ Áður en tvö ár voru liðin
var ágóðahluti Carnegies orð-
inn 30 dollarar á kvöldi.
Nú er aðferð Carnegies notuð
í 168 borgum í Bandaríkjunum,
Kanada og Hawaii. Hann æfir
sjálfur kennara sína og hefur
eftirlit með námskeiðum þeirra.
Nemendurnir eru um 1600 á
ári. Námskeiðin eru 16 vikur,
tvö kvöld í viku, og nemend-
urnir eru á öllum aldri og af öll-
um stéttum, frá 14 upp í 80 ára;
húsmæður, vélritunarstúlkur,
bílstjórar, verkfræðingar, fjár-
málamenn og taugalæknar.
I fyrstu kennslustundinni
biður kennarinn nemendurna
að setjast við langt borð, sex
í einu, gegnt nemendahópnum.
Það er þeim styrkur. Svo eru
þeir spurðir ýmissa spurninga:
um aldur, hvar þeir eigi heima,
hvað þeir starfi, hversvegna
þeir sæki þetta námskeið,
hvernig þeir ætli sér að nota
það sem þeir læri í starfi sínu,
o. s. frv.
1 næstu kennslustund svara
nemendurnir spurningum eins
og þessum: Hvert er fyrsta
atvikið, sem þér munið úr lífi
yðar? Hvernig unnuð þér yður
inn fyrstu peningana? Hvernig
fenguð þér fyrstu atvinnu yðar ?
o. s. frv. I þriðju kennslustund-
inni eru þeir beðnir að koma
með einhvern sýnisgrip, helzt
eitthvað, sem skýrir, eða er
tengt starfi þeirra. Ef nemand-
inn heldur á gripnum til sýnis
á meðan hann talar um hann,
á hann hægra með að gleyma
sjálfum sér og festa hugann við
efnið. Það er ekki fyrr en í
fjórðu kennslustund, að kenn-
arinn hvetur nemendurna til að
standa upp og tala.
Carnegie leggur áherzlu á,
að kennarinn verði að hvetja
nemendurna og varast að gagn-
rýna þá mikið. Þeir verði að
finna eitthvað hrósvert hjá
sérhverjum nemanda.
Carnegie segir, að næstum
hver sem er geti haldið sóma-
samlega ræðu, ef hann fylgi
eftirfarandi fimm reglum:
1. Sökktu þér af áhuga niður í
efnið, sem þú ætlar að tala um.
Ef málefnið á hug þinn allan,
verður flutningur þinn senni-
lega náttúrulegur, einlægur og
lifandi, og þú munt ekki hafa
áhyggjur út af því, hvernig þú
stendur, berð þig, andar, eða
beitir röddinni. Þú gleymir
sjálfum þér. Ef þig rekur í
vörðurnar, stamar eða segir
vitleysu, þá minnstu þess, að