Úrval - 01.02.1949, Side 24
22
tTRVAL
sem var að prenta mikið upplag
af vörumiðum, leitaði ráða hjá
honum. Hann var beðinn að
finna orsök þess að farfinn á
vörumiðunum gaf frá sér lit
aftan á miðana, sem næstir voru
ofan á í hlaðanum. Orsökin að
slíku er oftast auðfundin, en í
þetta skipti virtist hún mjög
dularfull. Daginn, sem Huebner
kom, var það rauði liturinn, sem
gaf frá sér lit, og Huebner fór
að athuga hlaðana. Hann tók
með þumalfingrinum í eitt horn-
ið á hlaðanum og lét miðana
renna með fingrinum, eins og
þegar maður sveigir til ný spil.
All í einu kom hann auga á
furðulegt fyrirbrigði. Því oftar
sem hann blaðaði í hlaðanum,
því meiri lit gaf áletrunin frá
sér aftan á næsta miða fyrir
ofan.
Huebner sagði við einn prent-
arann: ,,Nú verðið þér að koma,
því að ég held ég sjái ofsjónir!“
En prentarinn sá sömu sjónina,
og þá datt Huebner allt í einu
í hug, að þetta gæti orsakast
af stöðurafmagni í hlaðanum,
og hann lét jarðtengja prent-
vélina. Það kom þá í Ijós, að
stöðurafmagnið dró farfann af
einni örkinni á aðra.
Huebner velti þessu fyrir-
brigði mikið fyrir sér. Áður
en dagurinn var liðinn, segir
hann, var mér orðið full-
ljóst, að flötur, sem hlaðinn
er stöðurafmagni, getur lát-
ið prentsvertuna flytjast yfir 5
sm. breitt bil. Nú sýnir hann
þetta þeim, sem vantrúaðir eru
á fyrirbrigðið, með því að nudda
celloloidplötu með vasaklút,
leggja ofan á hana venjulega
gula pappírsörk og bera síðan
lítinn málarapensil vættan í
bleki, að örkinni, þó ekki nær
en svo, að 5 sm bil sé á milli.
Blekið flýgur þá úr penslinum
yfir á örkina. „Hví skyldi svert-
an ekki geta flogið ?“ segir hann.
Vélin, sem notar þessa aðferð
við „prentun11, vinnur eitthvað
á þessa leið: Það eru þrír sí-
valningar í vélinni, einn sem ber
prentfarfann, annar sem prent-
platan er beygð utan um, og
sá þriðji sem rúllupappírinn
rennur um. Sívalningurinn með
farfanum snertir prentflötinn
og ber á hann farfa, en sívaln-
ingurinn með prentfletinum og
pappírssívalningurinn snerta
ekki hvor annan. Bilið á milli
þeirra er V40 til 3/i0 úr milli-
metra. Innan í sívalningum, sem
flytur pappírinn, eru rafskaut.
Þegar rafmagnsstraumur er