Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 110
108
ÚRVAL
Minnie frænka: „Jæja, ég vona
að þið kennið dætrum ykkar að
líta dálítið skynsamlega á hlut-
ina. Ef ég á að trúa því sem
skrifað er, eruð þið ósparar á
að skýra þeim frá „staðreynd-
unum“, staðreyndum, sem okk-
ur ungu stúlkunum var aldrei
sagt frá í uppvexti mínum. Og
ef til vill staðreyndum, sem mér
er ókunnugt um enn þann dag í
dag. En þó að þær þekki stað-
reyndirnar, verður þeim það
ekki til meiri blessunar en að
þekkja þær ekki, eins og venja
var hér áður fyrr, nema þeim
sé kennt um leið að beita skyn-
seminni.“
„Hvað áttu við, Minnie
frænka?“ spurði ein okkar hik-
andi.
Hún hugsaði sig um meðan
hún var að þræða nálina. „Jæja,
það er víst bezt að ég skýri það
sem ég á við, með því að segja
ykkur frá atburði, sem kom
fyrir mig fyrir fjörutíu árum.
Ég hef aldrei sagt frá hon-
um áður. En ég hef hugsað
talsvert mikið um hann. Ef til
vill —“
*
Hún var ekki fyrr byrjuð á
sögunni en ég kannaðist við
hana — heimsókn hennar til
Ellu frænku, ekkilinn með af-
skræmda andlitið og vammlausa
mannorðið, og síðast en ekki sízt,
villu hennar á maísakrinum. Ég
vissi fyrirfram hvert einasta
orð, sem hún ætlaði að segja
— allt til söguloka, eða það
hélt ég.
En þar skjátlaðist mér. Ég
vissi ekki allt.
Hún hætti allt í einu frásögn-
inni og sagði upp úr þurru og
með óþolinmæði: „Var ég ekki
mikill kjáni? En þó ekki eins
mikill kjáni og hún gamla
frænka mín. Ég gæti snúið hana
úr hálsliðnum fyrir að koma mér
í svona klípu. En hún vissi bara
ekki betur. Unglingarnir voru
aldir þannig upp á þeim tímum,
það var útmálað fyrir þeim,
hve skelfilegt það væri að vill-
ast, en þeim var ekki sagt,
hvernig þeir gætu komizt hjá
að villast. Eða hvernig þeir ættu
að hegða sér, ef þeir villtust.
Ef ég hefði haft mína með-
fæddu skynsemi, hefði mér
verið Ijóst að það versta sem
ég gat gert, var að hlaupa af
mér tærnar og fara í krókum.
Ég hlýt að hafa verið aðeins
nokkur fet frá götuslóðanum,
þegar ég tók eftir því, að ég var
kominn út af honum. Spor mín