Úrval - 01.02.1949, Qupperneq 17
Þao er margra álit, að mesta bylting,
sem orðið hefur í prentlistinni
siðan á dögum Gutenbergs,
sé nú fyrir dyrum.
Bylting í prentlistinni.
Grein úr „Harper’s Magazine“,
eftir C. Lester Waiker.
Á LLIR Ameríkumenn, sem
kunna að lesa, hafa vafa-
laust tekið eftir því, að „bylt-
ing“ stendur yfir í heimi prent-
listarinnar.
Sumir eiga varla nógu sterk
orð til að lýsa þessari stórkost-
legu byltingu, en jafnvel orð-
varir menn segja, að hinar nýju
aðferðir, vélar og efni muni í
sameiningu valda mestu fram-
förum í prentlistinni sem orð-
ið hafa síðan Ottmar Mergen-
thaler fann upp Linotype-setj-
aravélina. Aðrir draga í efa,
að svona mikilvægar uppfinn-
ingar hafi verið gerðar á jafn-
stuttum tíma síðan Jóhannes
Gutenberg prentaði aflátsbréf
páfa með fyrsta lausaletrinu
fyrir fimm hundruð árum, árið
1454 í Mainz.
Og við skulum ekki fara í
neinar grafgötur með það: það
er mikil bylting, sem er að ske.
Nokkur amerísk dagblöð hafa
undanfarna átta mánuði verið
prentuð án þess að notað væri
letur, sett í því augnamiði. Úi*
prentvélunum koma bókasíður,
sem prentaðar hafa verið án
þess notaðar væru málmplötur
eða málmletur. Og út við sjón-
deildarhringinn má þegar sjá
hilla undir tímarit, sem prent-
uð eru með — „draugaprentun“
(ég finn ekki heppilegra orð yf-
ir það). Enginn prentflötur
snertir pappírinn og samt koma
greinilegir stafir á hann.
Ennþá eru þessar uppfinning-
ar að miklu leyti á tilraunastigi,
en allt bendir til að þær nái hag-
nýtri fullkomnun.
Þessi bylting á, eins og all-
ar aðrar byltingar, sínar stjórn-
málalegu, efnhagslegu og félags-
legu orsakir, og sagan um þær
verður að vera hluti af frásögn-
inni, ef menn vilja vita, hvers