Úrval - 01.02.1949, Side 15
INNILOKUNARHRÆÐSLA
13
gert er að loka lítil börn inni
í litlum klefum eða skápum í
refsingarskyni."
Claustrofobia er einnig skyld
óttanum við að verða grafin —
einkum að verða grafinn lifandi.
Þessi ótti endurspeglast í ótt-
anum við litla, lokaða klefa. Þó
að sá innlokunarhræddi geri sér
það ekki Ijóst, eru 'slíkir klefar
ímynd grafarinnar í undirvitund
hans.
Aðferðirnar, sem notaðar eru
við lækningu innilokunar-
hræðslu, eru í meginatriðum þær
sömu. Aðalatriðið er að grafa
upp aftur hið gleymda atvik,
sem er frumorsök hræðslunnar.
Tvær algengustu aðferðirnar
eru sálkönnun (psychoana.lys-
is) og dáleiðsla með lyfjum.
í hvert skipti sem John Ran-
dolph kom inn í lítið herbergi,
var hann sem á nálum og að hon-
um setti ofsahræðslu. Hann gekk
til taugalæknis fjórum sinnum
í viku nálega fimmtán mánuði
samfleytt áður en upprifjaðist
löngu gleymt atvik, sem var rót-
in að innilokunarhræðslu hans.
Þegar hann var barn, hafði hann
verið lokaður inni í kjallara í
mannlausu húsi í sex eða sjö
klukkutíma áður en foreldrar
hans fundu hann. Þegar atvik-
ið hafði verið dregið fram í dags-
Ijósið, losnaði John Randolph við
innilokunarhræðsluna.
Sálkönnun er seinleg og dýr.
Með nýrri aðferðð, dáleiðslu með
lyfjum, er venjulega hægt að
grafa upp hina gleymdu orsök
á miklu skemmri tíma. Sjúkl-
ingnum er gefið lyf, sem gerir
hann svefnhöfgan, og meðan á-
hrif lyfsins vara, talar tauga-
læknirinn við hann um atvik úr
fyrri æfi hans. I þessu dvala-
ástandi er sjúklingnum einkar
liðugt um málbeinið, en meira
máli skiptir þó, að upp fyrir hon-
um rifjast atvik, sem eru hul-
in gleymsku í vöku.
Bob Evans, fasteignasali, gat
ekki ferðast með strætisvögn-
um, í lyftum, neðanjarðarlest-
um, gegnum jarðgöng eða yfir
brýr. Hann varð að búa á neðstu
hæð og gat aðeins ekið í sín-
um eigin bíl. Hann gat ekki sof-
ið í rúmi, en svaf á gólfinu.
Dáleiddur með lyfjum, sagði
Bob frá því, að þegar hann var
drengur, hefði hann einu sinni
skriðið inn í skolpræsi og fest
sig. Hann kallaði á hjálp, en
faðir hans heyrði ekki til hans
fyrr en eftir nokkra klukkutíma.
Taugalæknirinn skýrði fyrir
honum, að þegar hann væri