Úrval - 01.02.1949, Page 96
94
ÚRVAL
í stærsta atómkljúf, sem byggð-
ur hefur verið, heppnaðist ný-
lega að sprengja atómkjarna í
fjölmörg smábrot þannig að
mörg létt frumefni mynduðust.
20. Frumefni með ólíka kem-
íska eiginleika geta haft ísótóp-
ur með sama atómþunga. Sem
dæmi má nefna 92U-238, 93Np-
238 og 9,Pu-238, sem öll hafa
sama atómþunga, en mismun-
andi kemiska eiginleika. Slík
efni kallast ísóbar efni.
21. Menn álíta, að öll efni séu
gerð úr þrennskonar frumögn-
um. Þær eru: 'prótónur, nevtrón-
ur og elektrónur.
22. Prótónur og nevtrónur
mynda kjarna hvers atóms.
Bygging atómsins minnir mjög
á byggingu sólkerfisins. Kjarn-
inn samsvarar sólinni, og eiek-
trónurnár, sem ganga í kringum
kjarnann, samsvara plánetun-
um.
23. Prótónur og nevtrónur
hafa sama massa. Massi þeirra
er því nær alveg sá sami og
massi vetnisatómsins, þ. e. 1 á
mælikvarða efnafræðinganna,
en massi elektrónunnar er sem
næst 1800 sinnum minni. Fund-
izt hafa efnisagnir, sem kallast
mesótrónur eða mesónur oghafa
massa sem liggur á milli þess-
ara stærða. Annars er mjög lít-
ið vitað um þessar efnisagnir
ennþá sem komið er.
24. Elektrónurnar eru létt-
ar og snúast í kringum kjarn-
ann, í tiltölulega mikilli fjar-
lægð frá honum, á svipaðan hátt
og pláneturnar ganga í kring
um sólina. Elektrónurnar hald-
ast á brautum sínum fyrir að-
dráttarafl rafhleðslna í kjarn-
anum af gagnstæðu forteikni.
25. Prótónan hefur pósitífa
rafhleðslu og elektrónan hefur
negatífa hleðslu jafnstóra. Nev-
trónur eru óhlaðnar.
26. Ólíkir kemiskir eiginleik-
ar frumefna orsakastaf mismun-
andi fjölda prótóna í kjarnan-
um. Fjöldi prótóna í kjarnan-
um kallast atómnúmer frum-
efnis.
27. Það sem í efnafræðinni
kallast valens eða gildi frum-
efnis, og segir til um í hvaða
hlutföllum það bindist öðrum
efnum, er eingöngu háð yztu
elektrónunum í hverju atómi.
28. Atómþungi er summan
af þunga prótóna og nevtróna í
kjarnanum.
29. Nevtrónur koma mjög
við sögu í atómsprengingum.
Vegna þess að nevtrónurnar eru
óhlaðnar, komast þær nefnilega