Úrval - 01.02.1949, Side 5
„NÝR OG BETRI HEIMUR'
3
líðan mun halda áfram að vaxa
eftir því sem vélar og skipulagn-
ing taka framförum, unz full-
komnun er náð í einskonar þús-
undáraríki."
Tuttugasta öldin hefur orðið
vitni að því, að aftur hefur ver-
ið tekið upp löghelgað þræla-
hald, pyntingar, nauðungar-
mannflutningar, villutrúarof-
sóknir, ofsóknir vegna skoðana
og ritskoðun. P. A. Sorokin pró-
fessor hefur kynnt sér þær rösk-
ar 900 styrjaldir milli þjóða og
1600 innanlandsóeirðir og bylt-
ingar, sem geisað hafa á undan-
förnum 25 öldum, og komizt að
þeirri niðurstöðu, að okkar öld
sé sú langblóðugasta. Og þrátt
fyrir allt, sem skeð hefur á und-
anförnum 50 árum, lifir trúin
á framfarir enn.
Tvö helztu átrúnaðargoð
vorra tíma eru framfarir og
þjóðerni. Hið fyrra felur í sér
þann skilning, að himnaríki sé
ekki í eilífðinni, heldur í fram-
tíðinni -— og út frá þessum skiln-
ingi hafa einræðisherrar (sem
allir eru ákafir framfaramenn)
dregið þá (að því er virðist) rök-
réttu ályktun, að nútíðin sé ekki
annað en stiklusteinn, og að
einstaklingana, eins og þeir eru
hér og nú, megi pynta, hneppa
í þrældóm og tortíma í nafni
hins dýrlega (en algerlega í-
myndaða) ,,nýja og betri
heims“, sem koma skal, t. d. á
23. öldinni. Þjóðernistrúin, sem
í reyndinni er nátengd framfara-
trúnni, er jafnvel enn hættulegri,
því að hún kennir, að guð búi
ekki í mönnunum heldur í sjálf-
stæðum, fullvalda ríkjum. Með
því að þau eru guðleg, hafa þau
rétt til að ráðstafa þegnunum,
eins og þeir væru ekki til ann-
ars betri en blóðfórnar á altari
hins mikla Móloks.
Goðsagnir tjá sig bezt í hug-
lægum táknum, en ekki í rök-
réttum staðhæfingum. I löndum
þar sem efnahagsmálin eru und-
ir stjórn ríkisins, er áætlunin
tákn goðsagnarinnar um fram-
farirnar. „Það getur verið, að
þér líði illa núna, en með fimm-
ára, tíu-ára, n-ára áætluninni
verður þér tryggð framtíðar-
hamingja í stað núverandi eymd-
ar.“ Þar sem kapítalisminn rík-
ir, eru engar víðtækar áætlanir,
og þar er tákn goðsagnarinnar
að finna á auglýsingasíðum blað-
anna og tímaritanna. Þar get-
ur t. d. að líta f jóra meðlimi fyr-
irmyndar f jölskyldunnar í Ame-
ríku í öllum litum, horfandi að-
dáunaraugum á nýfenginn ís-