Úrval - 01.02.1949, Side 48
46
ÚRVAL
-— rétt eftir að læknirinn var
farinn, tók liturinn að breyt-
ast aftur, og það varð að gefa
drengnum aðra kamfóru-inn-
spýtingu.
Innspýtingin hafði sömu áhrif
og áður, en þegar móðirin leit
á son sinn seinna um nóttina, og
sá, að hann var enn orðinn bik-
svartur, ákvað hún að fara með
hann strax á sjúkrahús. Þar var
drengurinn vandlega rannsakað-
ur, en læknarnir gátu ekkert
fundið að honum. Það var ekki
fyrr en honum hafði verið gef-
in enn ein kamóruinnspýting og
hörundsliturinn varð eðlilegur
um stundarsakir, að einhver tók
eftir, að hendur drengsins voru
óhreinar — með svörtum blett-
um. Hann spurði drenginn,
hvernig stæði á því, og dreng-
urinn sagði, að morguninn áður
en hann datt í ræsið, hefði hann
burstað skó sína með nýrri skó-
svertu, sem móðir hans hafði
fengið. Eins og títt er um
drengi, hafði hann fengið svertu
á fingurna, og hann hafði reynt
að þvo hana af, svo að móðir
hans sæi það ekki.
Þá varð læknunum Ijóst, hvað
skeð hafði. í svertunni var mjög
sterkt litarefni, sem smýgur
auðveldlega gegnum húðina og
inn í blóðið. Slysið í skolpræs-
inu var gleymt, og læknarnir
hófu aðgerðir gegn þessari nýju
tegund eitrunar í blóði. Þessi
skósverta, sem var nýkomin á
markaðinn, hafði selzt mikið í
Róm, og síðan þetta kom fyrir
drenginn, hafa blöðin skýrt frá
f jórum öðrum svipuðum eitrun-
um.
— Christopher Serpell
i ,,The Listener".
Ávextir geymdir í mosa.
í Bretlandi er verið að gera
tilraun með geymslu á ávöxtum
í mosa. Góðar vonir standa til,
að með þessari geymsluaðferð
megi lengja geymsluþol kart-
aflna, epla og annarra harðra
ávaxta um allt að 50%.
Á meginlandi Evrópu hefur
þessi aðferð þegar verið tekin
upp í járnbrautarvögnum, og
ég get hugsað mér, að vel megi
nota mosa til að fóðra innan
ávaxtaílát í verzlunum eða
heimahúsum, en á það er auð-
vitað ekki komin reynd enn. Á
stórum ávaxtabúgarði í Kent á
Englandi voru 500 lestir af epl-
um settar í nýbyggða geymslu,
þar sem mosi er notaður í fóðr-
ingu, í september í haust, og
þar eiga þau að geymast þang-
að til í júní næsta sumar.