Úrval - 01.02.1949, Síða 103
FRÆÐSLA I FEIMNISMÁLUM
101
Dorothy Canfield er amerískur rithöfundur og gagn-
rýnandi. Hún býr ásamt manni sinum á fornu
sveitasetri Canfieldættarinnar í Vermont, og fjalla
margar af sögum hennar um Vermontbúa, án þess
þó aS þær séu á neinn hátt ,,átthagasögur“ í þeim
skilningi, að þær séu staðbundnar í persónulýs-
ingum og viðhorfum. Frú Canfield hefur ferðast
mikið og dvalið langdvölum í Frakklandi, enda
kann hún frönsku til hlítar, en auk þess er hún
vel að sér í dönsku, þýzku, spænsku og ítölsku.
Þekking hennar á öðrum þjóðum Ijær persónulýs-
ingum hennar algild og sammannleg einkenni og varpar ljósi víðsýns
skilnings á lífi sögupersónanna og hegðun. „Fræðsla í feimnismálum". (Sex
Education á frummálinu) er ágætt dæmi um það, hvernig hún notar smá-
atvik úr eigin reynslu sem uppistöðu í sögur sínar. Skáldsögur frú Can-
field, „The Deepening Stream", „Her Son’s Wife“, „Bonfire", „Seasoned
Timber", „The Bent Twig" og „Understood Betsy", hafa verið þýddar á
mörg tungumál ög mikið lesnar bæði í Evrópu og Ameríku. Hún er í
dómnefnd bókaklúbbsins „Book-of-the-Month Club" og skrifar að stað-
aldri gagnrýni í bókmenntatímarit hans, „Book-of-the-Month Club News".
— eða var það Illinois ? Eg man
það ekki. Að minnsta kosti til
einhvers þess héraðs, þar sem
maísinn verður hávaxinn. Ella
móðurfrænka hennar bjó þar og
var ráðskona hjá tengdasyni
sínum.
Tengdasonurinn var prestur
við þorpskirkjuna. Hann hafði
misst konuna fyrir nokkrum ár-
um og var nú ekkill með tvær
litlar telpur og ungan dreng.
Hann hafði áður verið myndar-
maður og lýtalaus í útliti, en
sumarið eftir að konan dó, var
hann að kveikja í flugeldum, tii
þess að skemmta börnum sínum,
og einn flugeldurinn sprakk
framan í hann. Sprengingin
hafði stórskaðað annan vanga
hans. Minnie frænka lýsti hinum
hræðilega áverka svo vel, að við
sáum hann fyrir hugskotssjón-
um okkar í öllum smáatriðum:
hið stirðnaða, eldrauða ör á ann-
arri kinninni, neðri vörin, sem
var svo afmynduð í öðru munn-
vikinu, að rök og rauð munn-
slímhimnan sást jafnan, og ann-
að augnalokið, sem hékk mátt-
laust niður.
Sárið á andliti hans hafði ver-
ið lengi að gróa eftir slysið, og
öldruð tengdamóðir hans hafði