Úrval - 01.02.1949, Side 104
102
ÚRVAL
tekið að sér að sjá um heimil-
ið og sinna börnunum. Þegar
hann var orðinn rólfær aftur,
beið hans preststarfið í þorpinu.
Sóknarbörnin í þorpinu og ná-
grenninu hrærðusf af ógæfu
hans, og þar sem þeim var kunn-
ugt um flekkleysi hans og mann-
gæði, kváðust þau fremur kjósa
Fairchild, þrátt fyrir afskræmt
andlitið, en nokkurn ann-
an prest. Minnie frænka sagði
okkur, að hann hefði verið góð-
ur ræðumaður, ,,og hann bað
svoleiðis, að maður varð ein-
hvern veginn gagntekinn. Og
þegar hann stóð í prédikunar-
stólnum og allir horfðu á hann,
var mér innanbrjósts eins og
börnum hans, ég fann til stolts
þegar ég minntist þess, að við
höfðum fyrir stundu borðað
morgunverð við sama borð. Ég
hafði ánægju af því að kalla
hann „Malcolm frænda", þegar
fólk heyrði til. Annar vangi hans
var þó allténd heill. Á honum
mátti sjá, að hann haföi verið
laglegur maður. Að öllum lík-
indum einn af þeim prestum,
sem allt kvenfólk —“ Minnie
frænka þagnaði, herpti saman
Varirnar og horfði á okkur hálf
vandræðalega.
Svo hélt hún áfram með sög-
una — eins og sagan var í fyrsta
skipti, sem ég heyrði hanasagða.
„Mér fannst hann vera dýrling-
ur, og það fannst öllum öðrum
líka þar um slóðir. Þeir vissu
ekki betur. Auðvitað varð manni
blátt áfram illt, þegar maður
horfði á þetta hryllilega ör —
slapandi munnvikið var verst.
Hann reyndi alltaf að snúa af-
skræmda vanganum undan, þeg-
ar hann var innan um fólk, en
undir niðri vissi maður af hon-
um. Það var þetta, sem olli því,
að hann kvæntist ekki aftur, að
því er Ella frænka sagði. Ella
frænka sagði margsinnis, að
honum væri ljóst, að engin kona
myndi snerta mann, sem væri
eins útlits og hann, jafnvel ekki
með þriggja metra löngu priki.
Jæja, — loftslagsbreytingin
gerði mér gott. Ég fékk aftur
matarlyst og lék mér mikið úti
við börn prestsins. Þau voru
yngri en ég (ég varð sextán ára
meðan ég dvaldi þar), en ég
hafði þó enn gaman af að Ieika
mér. Eg hækkaði og þyngdist
talsvert. Ella frænka var vön að
segja, að ég sprytti eins ört og
maísinn. Húsið stóð yzt í þorp-
inu og handan við það var einn
af þessum stóru maísökrum, sem
eru algengir í Vesturríkjunum.