Úrval - 01.02.1949, Side 104

Úrval - 01.02.1949, Side 104
102 ÚRVAL tekið að sér að sjá um heimil- ið og sinna börnunum. Þegar hann var orðinn rólfær aftur, beið hans preststarfið í þorpinu. Sóknarbörnin í þorpinu og ná- grenninu hrærðusf af ógæfu hans, og þar sem þeim var kunn- ugt um flekkleysi hans og mann- gæði, kváðust þau fremur kjósa Fairchild, þrátt fyrir afskræmt andlitið, en nokkurn ann- an prest. Minnie frænka sagði okkur, að hann hefði verið góð- ur ræðumaður, ,,og hann bað svoleiðis, að maður varð ein- hvern veginn gagntekinn. Og þegar hann stóð í prédikunar- stólnum og allir horfðu á hann, var mér innanbrjósts eins og börnum hans, ég fann til stolts þegar ég minntist þess, að við höfðum fyrir stundu borðað morgunverð við sama borð. Ég hafði ánægju af því að kalla hann „Malcolm frænda", þegar fólk heyrði til. Annar vangi hans var þó allténd heill. Á honum mátti sjá, að hann haföi verið laglegur maður. Að öllum lík- indum einn af þeim prestum, sem allt kvenfólk —“ Minnie frænka þagnaði, herpti saman Varirnar og horfði á okkur hálf vandræðalega. Svo hélt hún áfram með sög- una — eins og sagan var í fyrsta skipti, sem ég heyrði hanasagða. „Mér fannst hann vera dýrling- ur, og það fannst öllum öðrum líka þar um slóðir. Þeir vissu ekki betur. Auðvitað varð manni blátt áfram illt, þegar maður horfði á þetta hryllilega ör — slapandi munnvikið var verst. Hann reyndi alltaf að snúa af- skræmda vanganum undan, þeg- ar hann var innan um fólk, en undir niðri vissi maður af hon- um. Það var þetta, sem olli því, að hann kvæntist ekki aftur, að því er Ella frænka sagði. Ella frænka sagði margsinnis, að honum væri ljóst, að engin kona myndi snerta mann, sem væri eins útlits og hann, jafnvel ekki með þriggja metra löngu priki. Jæja, — loftslagsbreytingin gerði mér gott. Ég fékk aftur matarlyst og lék mér mikið úti við börn prestsins. Þau voru yngri en ég (ég varð sextán ára meðan ég dvaldi þar), en ég hafði þó enn gaman af að Ieika mér. Eg hækkaði og þyngdist talsvert. Ella frænka var vön að segja, að ég sprytti eins ört og maísinn. Húsið stóð yzt í þorp- inu og handan við það var einn af þessum stóru maísökrum, sem eru algengir í Vesturríkjunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.