Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
mönnum í þessum bæ, sem
myndu ekki óska neins annars
fremur en að —ég vissi ekki
almennilega, hvað hún átti við,
en það var áreiðanlega eitthvað
hræðilegt. Ég opnaði munninn til
að hrópa. En ég lagði báða lófa
yfir munninn, til þess að ópið
heyrðist ekki. Ef ég vekti há-
reysti, myndi einhver af karl-
mönnunum heyra til mín. Mér
fannst einn þeirra vera rétt
fyrir aftan mig og ég snéri mér
við í skyndi. Og þá fannst mér
annar vera að læðast að mér
hinum megin frá og ég snéri
mér aftur við af svo miklum
flýti, að ég var nærri dottin.
Eg hélt fyrir munninn með báð-
um höndum. Og svo tók ég aft-
ur á rás — ég gat ekki að því
gert — en fætur mínir voru svo
óstyrkir, að ég varð að nema
staðar rétt strax. Þarna stóð
ég og þorði ekki að hræra legg
eða lið, af ótta við að skrjáfið í
maísöxunum gæfu karlmönnun-
um til kynna, hvar ég var. Hár
mitt hafði losnað og huldi and-
litið. Ég var alltaf að ýta því
upp og skima í kringum mig,
til þess að fullvissa mig um,
að enginn af karlmönnunum
hefði komizt að því, hvar ég
var. Þá sýndist mér maður
koma í áttina til mín og ég lagði
á flótta — og datt, og nokkrir
hnappar á kjólnum mínum slitn-
uðu af. Ég var örvita af hræðslu
— mér heyrðist maður vera
rétt hjá mér, og ég staulaðist
á fætur og ráfaði af stað, en
vissi ekki hvert ég var að fara.
Og þá kom ég allt í einu auga
á Malcolm frænda. Ekki karl-
mann. Prestinn. Hann stóð kyrr,
hélt annari hendinni um and-
litið og var hugsi. Hann hafðí
ekki heyrt til mín.
Ég var svo afskaplega fegin
að sjá hann, í staðinn fyrir einn
af karlmönnunum, að ég þaut
til hans og kastaði mér blátt
áfram í fang hans, til þess að
gera mér ljóst, að mér væri
borgið“.
Minnie frænka var orðin ein-
kennilega æst. Hendur hennar
titruðu og hún var blóðrjóð í
framan. Hún gerði okkur skelk-
aðar. Meðan við biðum eftir að
hún héldi áfram, fann ég
til smákrampakippa innvortis.
,,Og hvað haldið þið, að þessi
dýrlingur, þessi heilagi kristin-
dómsfræðari, hafi gert saklausa
barninu, sem leitaði skjóls og
verndar hjá honum? Augnaráð
hans varð hræðilegt — þið