Úrval - 01.02.1949, Blaðsíða 47
1 STUTTU MÁLI
45
einnig fleiri sýkingartilfelli, en í
borgunum, sem nú voru úðaðar
með DDT, fór sýkingum fækk-
andi.
Með þessum athugunum er
fengin ótvíræð sönnun á því, að
flugurnar eiga drjúgan þátt í
þessum magaveikisfaröldrum,
og þar með fengin enn ein gild
ástæða til þess að vinna að út-
rýmingu flugnanna eins og frek-
ast er unnt.
— Science News Letter.
Nálarlausar sprautur.
Sársaukinn, sem menn finna
undan nálinni, þegar þeim er
gefin innspýting af vítamini, in-
súlíni eða einhverju öðru lyfi,
mun brátt heyra fortíðinni til.
Á næsta ári mun koma á mark-
aðinn nýtt tæki, sem með þrýsti-
lofti dælir lyf jum inn undir húð-
ina í bunu, sem er hárfín í bók-
staflegri merkingu.
Þúsundir innspýtinga hafa
verið gefnar með þessari nýju
sprautu, og læknisáhrif lyf janna
hafa reynzt eins góð og með
venjulegri sprautu.
Sykursýkissjúklingar, sem
verða að fá daglega innspýtingu
af insúlíni, munu fagna þessari
nýjung mikið.
Gatið, sem þrýstiloftið knýr
lyfið í gegnum, inn undir húð-
ina, er svo þröngt, að þvermál
þess er aðeins rúmur tíundi hluti
úr millimetra, eða álíka og
mannshár eða mýflugubroddur.
Tilkenningin er sama og engin,
nánast eins og kitlandi. Endur-
tekin gerilsneyðing (suða)
sprautunnar er óþörf, því að
sýkingarhætta er engin.
Læknar vænta þess, að hin
nýja sprauta muni verða ákjós-
anleg við bólusetningu barna,
sem eru hrædd við nálina.
— Science News Letter.
Drengurinn sem brejtti
um hörimdslit.
Fyrir skömmu kom það fyrir
í Róm, að nokkrir drengir hrintu
leikbróður sínum ofan í opið
skolpræsi, sem var nærri þrjá
metra á dýpt. Það var leðja í
botninum og drengurinn var
dreginn upp, án þess séð yrði
að hann hefði meitt sig. En þeg-
ar móðir hans hafði þrifið hann,
sá hún sér til skelfingar, að hör-
undslitur hans var að breytast.
Fyrst varð hann Ijósblár, síðan
fjólublár og loks biksvartur.
Læknir var sóttur, og gaf hann
drengnum kamfóruinnspýtingu,
og brátt varð hörundsliturinn
eðlilegur. En það stóð ekki lengi