Úrval - 01.02.1949, Síða 11
Af öllum þeim tegundum hræðslu, sem
hrjá mennina, mun algengust —
Innilokunarhrœðsla.
Grein úr ,,Maclean’s“,
eftir George Kisker.
AÐ var laugardagsmorgunn
og rakarastofan var fullset-
in. Allt í einu spratt maður upp
úr einum stólnum, greip hand-
klæðið og þurrkaði raksápuna
framan úr sér. Svo hljóp hann
út.
Þeir sem biðu horfðu undr-
andi á þessar aðfarir. ,,Hvað
er að manninum?“ spurði einn
þeirra. ,,Hann tók ekki einu
sinni hattinn sinn og frakkann.“
Rakarinn sem hafði verið að
raka manninn sagði: „Þetta
kemur iðulega fyrir. Hann er
hræddur við að vera lokaður
inni þar sem þröngt er. Hann
kemur aftur eftir einn eða tvo
klukkutíma, og þá lýk ég við
að raka hann.“ Menn hristu
höfuðið og hlógu að þessu.
En innilokunarhræðslan er
hreint ekkert aðhlátursefni fyr-
ir þúsundir manna, sem þjást
af henni. Slíkir menn óttast
ekki aðeins að vera lokaðir inni
í litlum herbergjum, þeir þora
ekki að fara í lyftum, þeir eru
hræddir við að aka í gegnum
jarðgöng, þeir geta ekki sofið í
svefnvögnum eða flogið í flug-
vélum, og sumir þeirra geta
jafnvel ekki sofið í rúmi.
Sumir eru svo hræddir við
að vera lokaðir inni, að þeim
líður illa 1 leikhúsum eða stórum
samkomusölum. Ef þeir fara á
slíka staði, þá verða þeir að sitja
í sætinu næst dyrunum, og helzt
kjósa þeir, að hurðin sé höfð
opin.
Hvað er þessi sjúklega
hræðsla við lokuð svæði? Af
hverju stafar hún? Og hvað er
hægt að gera við henni?
Sálfræðingar hafa lengi leit-
að að svörum við þessum spurn-
ingum. Þeir hafa ekki fundið öll
svörin, en þeir geta hjálpað
þeim, sem þjást af þessari teg-
und hræðslu til að skilja ástand
sitt, og bent þeim á leið til að
sigrast á hræðslunni.
Fræðiheitið á innilokunar-