Úrval - 01.02.1949, Page 33
Amerísk stólræða:
Engill vitjar Oddsocks.
Úr „Reader’s Digest“,
eftir séra Roy E. Sommers.
T^LEST okkar kannast við sög-
1 una af Abou Ben Adhem,
sem vaknaði nótt eina af vær-
um svefni og sá engil í herberg-
inu hjá sér, sem var að skrifa
í gullna bók. Þessi engill birtist
nýlega einum samborgara okk-
ar, George W. Oddsock. Odd-
sock varð dálítið hissa, en
spurði: „Hvað ertu að skrifa?“
Engillinn svaraði: „Nöfn
þeirra, sem elska drottinn.“
„Nú,“ sagði Oddsock, „söfn-
unarlisti. Skrifaðu mig fyrir ein-
um dollar, eins og venjulega.“
„Ég er ekki kominn til að
biðja um peninga,“ svaraði eng-
illinn. „Þaðan sem ég kem, fæst
ekkert fyrir peninga.“
„Það er hægt að fá allt fyrir
ameríska dollara, ef nóg er af
þeim,“ sagði Oddsock.
Englinum fannst sýniiega
mikið til um. „Oddsock,“ sagði
hann, „ég sé, að þú ert mjög
trúaður maður. Þú ert gædd-
ur barnslegu trúnaðartrausti.“
Sinn er siður í landi hverju, og
ætla má, að mörg'um Islending'um,
sem kirkju sækja, þyki fróðiegt að
kynnast, hvernig amerískir prestar
boða söfnuðum sinum fagnaðarerind-
ið. Séra Sommers, sem þessi ræða
er eftir, er 27 ára. Hann hætti guð-
fræðinámi til að gegna herþjónustu
í þrjú ár og tók þátt í heimsstyrjöld-
inni, en hefur nú lokið námi og tek-
ið vígslu og þjónar við kirkju i Be-
verly Hills í Kaliforniu.
Oddsock varð glaður og undr-
andi. Hann átti því ekki að venj-
ast, að vera kallaður trúaður.
í hópi nánustu vina sinna var
hann hreinskilinn. „Sumt fólk
sækir mikinn styrk í að fara í
kirkju,“ sagði hann við þá, „en
ég er ekki þannig.“ Hann viður-
kenndi auðvitað, að hann væri
góður maður — miklu betri en
sumir þeirra, sem kirkjuræknir
væru. „Ég hef mína eigin trú,“
bætti hann við. „Ég trúi því, að
við eigum að tilbiðja guð úti í
náttúrunni — undir trjánum,