Úrval - 01.02.1949, Page 89
Tilraunastöð landbúnaðarins í Bandaríkjunum
hefur fært þjóðinni beinar tekjur, sem
nema hundruðum milljóna dollara.
Kraftaverkin á Beltsvillebúgarðinum.
Grein úr „Vár Tid“,
eftir Robert Froman.
^UNNARLEGA í Maryland-
^ fylki í Bandaríkjunum er bú-
garður, þar sem „kaupamenn-
irnir“ eru háskólagengnir sér-
fræðingar í ýmsum greinum
landbúnaðarins. Þeir rækta lauk,
er grætir ekki þann sem sker
hann; kjúklingarnir á bænum
eru þvílíkt lostæti og kjötið af
þeim svo hvítt og fallegt, að
hvergi þekkist annað eins; epl-
in, sem þar eru ræktuð, eru gædd
þeim eiginleika, að þau hanga
á trjánum eftir að þau eru full-
þroska, í stað þess að detta af
og skemmast, eins og annars
staðar. Búgarðurinn þar sem
þessi kraftaverk ske, heitir
Beltsville og er tilraunastöð
landbúnaðarráðuneytis Banda-
ríkjanna.
Höfuðtakmark starfseminnar
á Beltsville er að sýna amerísk-
um bændum, hvernig þeir eiga
að framleiða meiri og betri mat
með minni tilkostnaði. Á undan-
förnum tveim áratugum hafa
„kaupamennirnir“ á Beltsville, í
samvinnu við aðrar tilrauna-
stöðvar landbúnaðarins víðsveg-
ar um Bandaríkin, framleitt nýj-
ar tegundir af maís, hveiti, höfr-
um og öðrum korntegundum í
tugatali. Með starfi sínu hafa
þeir aukið maísframleiðslu
Bandaríkjanna um 600 milljón-
ir skeppa* á ári, hveitifram-
leiðsluna um 100 milljónir
skeppa og hafraframleiðsluna
um 150 milljónir skeppa. Það
er fyrst og fremst þessum vís-
indamönnum landbúnaðarins að
þakka, hve Bandaríkin hafa gét-
að lagt drjúgan skerf til barátt-
unnar gegn sultinum í heimin-
um.
Þegar komið er að jörðinni,
sem nær yfir 26 þúsund ekrur-
lands, mæta augana plægðir akr-
ar, græn beitilönd og stórir á-
* Ein skeppa er rúmir 35 lítrar,.
— Þýð.