Úrval - 01.02.1949, Page 53
R AFM AGN SÁLLINN
51
frá höfðinu aftur með síðunum
til sporðsins.
Þegar hér var komið, leitaði
ég aðstoðar sérfræðings til frek-
ari rannsókna. Richard T. Cox,
kennari við New York háskóla
kom með bakskautsgeisla-
sveiflumælir, sem hann var ný-
búinn að fá. Við komumst að
ýmsum merkilegum niðurstöð-
um. Við mældum allt að 550
volta spennu, og fundum, að út-
streymið í vatnið komst yfir 40
wött, en það er meira en nóg
til að drepa mann eða hest. Hver
einstök straumgjöf stóð aðeins
einn þúsundasta úr sekúndu, en
állinn gat sent frá sér 400
straumgjafir á sekúndu!
Furðulegt er, að nokkur lif-
andi skepna skuli geta gefið frá
sér svo mikla orku. Brátt kom-
umst við að raun um, að állinn
var að mestu leyti gerður úr
sérstökum, rafmögnuðum hold-
vefjum. Öll meiriháttar líffæri
hans, svo sem meltingarfæri, lif-
ur o. s. frv., voru fremst í fisk-
inum, en þar fyrir aftan, í fjór-
um fimmtu hlutum af lengd
hans, var orkuverið: þrjú pör
rafmagnslíffæra, sem aftur var
skipt í smærri einingar með
þunnum skilvegg á milli, líkt og
í rafhlöðu. Það eru þessar smáu
einingar, sem framleiða raf-
magnið, hver þeirra einn tíunda
hluta úr volti. Með því að
,,tengja“ rafhlöðurnar saman,
getur álinn sent frá sér sterkan
rafmagnsstraum. Hvernig hann
fer að því að tengja saman þús-
undir ,,rafhlaðna“ á örlitlu broti
úr sekúndu, er enn óleyst gáta.
Állinn notar án efa rafmagn-
ið sér til varnar, en sannreynt
virðist, að minniháttar straum-
ur, sem hann gefur frá sér þeg-
ar hann er á sundi fram og aft-
ur, notar hann til matfangaöfl-
unar. Við uppgötvuðum þetta
með því að athuga hegðun eins
áls. Fullorðnir rafmagnsálar eru
blindir, því að meðan þeir eru
ungir, myndast vagl í augum
þeirra, ef til vill fyrir áhrif raf-
magns frá öðrum álum, eða frá
rafmagninu sem þeir framleiða
sjálfir. En það brást aldrei, þeg-
ar við settum smáfisk í búrið
til álsins, að hann fyndi hann.
Mjög var það ósennilegt, að
hann gæti séð smáfiskinn með
næstum ógagnsæjum augastein-
um. En til þess að útiloka, að
sjónin hefði nokkur áhrif, end-
urtókum við tilraunina í myrkri.
Állinn fann ekki aðeins hinn lif-
andi smáfisk, heldur tókst hon-
um að finna hann innan um