Úrval - 01.02.1949, Page 100
98
ÚRVAL
sprenging, vetnið og súrefnið
sameinast og mynda vatn og hiti
myndast um leið.
53. Efni sem mynda stöðug
sambönd, gefa frá sér orku um
leið og efnabreytingin fer fram.
Er þá sagt, að efnabreytmgin
sé exóterm. Ef efnabreytingin
myndar óstöðug sambönd og
sogar til sín hita frá umhverf-
inu, kallast hún endóterm.
Sprengiefni, t.d. eru mjög óstöð-
ug efnasambönd og myndast við
endótermar efnabreytingar.
54. Kemísk orka, rafmagn
og hiti er allt orka 1 mismun-
andi formi. Hægt er að greina
á milli staðarorku og hreyfiorku
í hverju tilfelli fyrir sig.
55. Þær tegundir orku, sem
nú voru nefndar, eiga rót sína
að rekja til hreyfingar atóm-
anna í heild eða hreyfingar sem
orsakast af aðráttar- og frá-
hrindingaröflum elektrónanna í
yztu brautum atómanna.
56. Orka, sem stafar frá
hreyfingu efnisagna langt inni í
atóminu, var óþekkt þangað til
geislavirk efni voru uppgötvuð.
57. Atóm geislavirkra efna
klofna sjálfkrafa og gefa frá sér
alfa-agnir, beta-agnir og gam-
ma-geisla. Slík klofnun veldur
því, að geislavirk efni breytast
í önnur frumefni.
58. Þær orkubreytingar, sem
um er að ræða, þegar frumefni
klofnar og breytist í önnur efni,
eru mörg þúsund sinnum meiri
en sú orka, sem fæst við venju-
legar efnabreytingar, svo sem
brennslu eldsneytis.
59. Allir efniskenndir hlutir
veita viðnám gegn hreyfingar-
breytingum. Þessi eiginleiki kall-
ast inertía eða tregða efnisins.
60. Ein af fyrstu niðurstöð-
um afstœðiskenningarinnar var
sú, að massi sá, sem hlutur á
hreyfingu hefur vegna tregð-
unnar, eykst þegar hraðinn
eykst.
61. Þetta þýðir, að það er
beint samband milli massa hlut-
ar og hraða hans eða hreyfi-
orku.
62. Þess vegna kom Einstein
fram með þá hugmynd, að hægt
mundi að sanna, með rannsókn-
um á geislavirkum efnum, að
massi og orka væri hið sama
eða með öðrum orðum, að massi
væri eitt form orkunnar.
63. Einstein hefur fundið, að
sú orka, E, sem er jöfn mass-
anum, m, finnst af jöfnunum
E = m ■ C*, þar sem C þýðir
hraða Ijóssins.