Úrval - 01.02.1949, Side 131
Fullorðið fólk stækkar.
Framhald af 4. kápusíöu.
ára aldur og flestir yfir tvítugt
— er þetta mjög athyglisverður
árangur.
Ágræðslan er mjög einföld.
Fyrst er heiladingullinn með vefj-
unum, sem umhverfis hann eru,
tekinn úr nýslátraðri kúnni í slát-
urhúsinu. Hann er fluttur í kaldri,
þunnri karbólsýruupplausn til
sjúkrahússins, þar sem hann er
þveginn í gerilsneyðingarupplausn
(Hingers) og settur snöggvast í
10% joðupplausn.
Framhluti heiladingulsins er
síðan skorinn af og ristur langs-
um í sex ræmur. Ræmurnar eru
settar í penicillinupplausn og að
því búnu eru þær tilbúnar til
ágræðslu. Þeim er komið fyrir
undir vöðva framan til á lend
sjúklingsins.
Aðgerðin tekur aðeins tíu mín-
útur. Á eftir er sjúklingnum gefið
sulfathiazole í þrjá daga. Ekkert
óhapp skeði hjá okkur með neinn
sjúklinginn.
Á þrjá sjúklingana hafði þessi
aðgerð þau áhrif, að einkenni geð-
bilunar, sem þeir höfðu haft, húrfu
— hvers vegna, getum við að svo
stöddu enga skýringu gefið á.
Við ætlum að rannsaka nánar,
hvernig á því stendur, að ágræðsla
heildingulsins hefur þessi áhrif —
og við vonum, að læknar í öðr-
um löndum taki þetta einnig til
rannsóknar.
Það sem við viljum þó leggja
megináherzlu á, er þetta: Það
virðist svo sem hægt sé að hafa
áhrif á líffærastarfsemina, sem
stjórnar vexti líkamans. Áhrif
hins ágrædda heiladinguls stafa
bersýnilega af hormónum, sem eru
í honum, eða hann gefur frá sér.
Næsta skrefið er að finna gerfi-
hormóna, sem haft geta sömu á-
hrif. Við vonum, að þessi árang-
ur af tilraunum okkar hvetji aðra
lækna til frekari tilrauna í sömu
átt.
(Hliöstœðar tilraunir og þœr,
sem Waka prófessor hefur gert á
mönnum í Japan, liafa verið gerð-
ar á dýrum við háskólann í Kali-
forníu á rannsóknarstofu dr. Her-
herts M. Evans. Með því að nota
vaxtarhormón, unnin úr heila-
dinglum, hefur dr. Evans tekist
að láta rottur og hunda ná tvö-
faldri normalstceð. Enn hafa am-
erískir vísindamenn ekki reynt
þenna hormón á mönnum. En all-
ar likur benda til, að hann geti
haft áhrif á vöxt þeirra, sem enn
eru ungir. (Waka prófessor náði
beztum árangri á sjúklingum inn-
an við tvítugt, sá elzti, sem aft-
ur tók að vaxa, var 29 ára). En
eftir að fullum þroska er náð,
taka beinin að harðna, og of-
framleiðsla í heiladinglinum veld-
ur þá vexti í öðrum likamsvefj-
um, nefið stœkkar og gildnar,
varirnar þykkna o. s. frv.
— Athugasemd ritstjóra
Magazine Digest.)