Úrval - 01.02.1949, Page 40
38
TJRVAL
þar um að ræða og hvílík óra-
fjarlægð er á milli stjarnanna.
Þó er hlutfallslega enn meira
tómt rúm milli einda frumeind-
arinnar. Þetta er eitt af athygl-
isverðustu fyrirbrigðum efnis-
ms, sem vísindin hafa leitt í ljós.
Steinveggur er svo langt frá því
að vera þéttur massi, að rniklu
nær er að segja, að hann sé
geimur, þar sem örsmáar efnis-
agnir snúast hver um aðra með
órafjarlægðum sín á milli að
tiltölu við stærð þeirra.
„Hvað ertu þungur?“ spurði
ég Milt Piepul, bakvörð í Notre
Dame knattspyrnuliðinu.
„Tvö hundruð pund,“ svaraði
hann.
„Ef þér væri þjappað saman
svo að ekkert tómt rúm yrði í
líkama þínum eða höfði —
þetta er ekki meint sem móðg-
un,“ flýtti ég mér að bæta við
— „hve stór heldurðu þú yrðir
þá?“
„Ég held það sé ekki mikið
um tómt rúm í líkama mínum,“
sagði Milt.
„Þú heldur það,“ sagði ég,
„en ég get sagt þér, að þú mund-
ir vera á stærð við rykkorn, sem
er ósýnilegt með berum augum.
Til þess að sýna þér, að ég fer
ekki með staðlausa stafi, ætla
ég að biðja þig að lesa ummæli
hins kunna, enska eðlisfræðings
við háskólann í Cambridge, Art-
hur S. Eddington.“
Ég rétti honum bók Edding-
tons, „Eðli efnisheimsins“. Milt
las: Ef við söfnuðum öllum
frumum (prótónum) og raf-
eindum í frumeindum manns-
líkamans saman í þéttan massa,
mundi maðurinn verða að duft-
korni, sem aðeins yrði sýnilegt
í stækkunargleri.“
En þetta ósýnilega duftkorn
mundi eftir sem áður vega 200
pund, því að „götin vigta ekk-
ert“!
Og ef jörðinni væri þjappað
saman þannig, að ekkert tómt
rúm væri í frumeindum hennar,
mundi hún verða að kúlu, sem
væri um 1600 metra í þvermál!
Ekki er minna undrunarefni
hinn mikli hraði rafeindanna á
ferð þeirra umhverfis kjarnann.
„Heldurðu að efnisagnirnar í
pípunni, sem þú ert að reykja,
séu kyrrar eða á hreyfingu?“
spurði ég Joe Whitney stúdent.
„Ég held þær séu kyrrar,“
sagði hann.
„Nei,“ sagði ég, „efnisagn-
irnar í pípunni eru rafeindir og
frum, og rafeindirnar eru á sí-
felldu ferðlagi umhverfis frum-