Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 140

Andvari - 01.01.1974, Page 140
138 ÓLAFUR BJÖRNSSON ANDVAW Árin milli heimsstyí Á þessu tímabili skiptust á skin og skúrir í efnahagsmálum Islendinga, þó að lengst af væri verzlunarárferði fremur óhagstætt. Verðbólgan hafði, eins og áð- ur gctur, náð hámarki haustið 1920, cn 'þá byrjaði mikið verðfall, sem skapaði mikla örðugleika í öllum atvinnurekstri. Um miðjan þriðja áratuginn létti krepp- unni, sem af verðfallinu stafaði, og voru árin 1924-26 mjög hagstæð útflutn- ingsatvinnuvegunum. Sæmilegt verzlun- arárferði hélzt til ársins 1930, en :þá fór áhrifa heimskreppunnar að gæta, og setti hún síðan svip sinn á allt athafna- líf fram til þess er síðari heimsstyrjöldin skall á 1939. Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar var við mikinn vanda að etja í efnahagsmál- um. Viðskiptakjör höfðu eins og áður segir breytzt Islendingum mjög í óhag síðustu stríðsárin, og leiddi það til halla á viðskiptajöfnuði. Hér við bættist, að verðbólga hafði verið meiri á Islandi á stríðsárunum en í lielztu viðskiptalönd- um, og jók það enn á viðskiptahallann. Þá bar og brýna nauðsyn til þess að end- urnýja skipastól landsmanna, og önnur framleiðslutæki höfðu gengið mjög úr sér á styrjaldartímanum, og jók það mjög á innflutningsþörfina. Af (þessu leiddi, að bankarnir áttu í miklum örðugleikum með að fullnægja eftirspurninni eftir er- lendum gjaldeyri. Fram að þeim tíma hafði ekki verið um að ræða sérstaka skráningu íslenzku krónunnar, þannig að hún fylgdi dönsku krónunni eða skrán- ingu hennar í Danmörku, sem eðlilegt var talið, meðan Island var hluti danska ríkisins. En með fullveldisviðurkenning- unni 1918 skapaðist grundvöllur fyrir því, að Islendingar mörkuðu sína eigin stefnu í peninga- og gengismálum og bæru á •jaldanna 1919-1939. henni ábyrgð. Það hefði verið eðlileg af- leiðing þess, að verðbólga var meiri á Islandi á stríðsárunum en í nágranna- löndum iþeim, sem við áttum mest viðskipti við, að gengi íslenzku krón- unnar hefði verið fellt þegar að styrj- öldinni lokinni. iSvo var þó ekki, og allt til ársins 1922 var reynt að halda ís- lenzku krónunni í jafngildi við þá dönsku. Hefir ástæðan til þess vafalaust m. a. verið sú, að íslendingar hafa talið sér það metnaðarmál, að sjálfstæðið leiddi ekki til 'þcss, að íslenzka krónan félli gagnvart öðrum Norðurlandakrón- um. En iþegar kom fram á árið 1922, varð gengislækkun ekki lengur umflúin. Var danska krónan þá skráð á kr. 1.30 eða hækkuð um 30% gagnvart þeirri íslenzku, en annar gjaldmiðill skráður í samræmi við það. Gullgildi krónunnar var þá um 60% af því, sem var fyrir stríð. Næstu ár, cða fram til ársins 1925, var gengi krónunnar síbreytilegt eftir framboði og eftirspurn á gjaldeyrismarkaðinum. Fór gengi krónunnar lækkandi fram til árs- ins 1924, en í marz það ár var gullgildið komið niður í 46.8% af gullgildi fyrirstríð. Nú fór afkoma íslenzkra útflutningsat- vinnuvega hins vegar mjög batnandi, og varð einkum árið 1924 mikið veltiár í sjávarútveginum. Islenzka krónan fór nú ört hækkandi, þannig að í okt. 1925 var hún komin í 82 gullaura. Hinar Norður- landakrónurnar voru þá komnar upp í gullgildi, og vildu nú sumir stjórnmála- menn undir forustu þáverandi fjármála- ráðherra, Jóns Þorlákssonar, láta íslenzku krónuna verða samferða hinum Norður- landakrónunum upp í gullgildi, en það varð þó ekki, heldur var gengi krónunnar nú fest í því sem þá var, en síðan var krónan látin fylgja sterlingspundi og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.