Andvari - 01.01.1974, Qupperneq 140
138
ÓLAFUR BJÖRNSSON
ANDVAW
Árin milli heimsstyí
Á þessu tímabili skiptust á skin og
skúrir í efnahagsmálum Islendinga, þó að
lengst af væri verzlunarárferði fremur
óhagstætt. Verðbólgan hafði, eins og áð-
ur gctur, náð hámarki haustið 1920, cn
'þá byrjaði mikið verðfall, sem skapaði
mikla örðugleika í öllum atvinnurekstri.
Um miðjan þriðja áratuginn létti krepp-
unni, sem af verðfallinu stafaði, og voru
árin 1924-26 mjög hagstæð útflutn-
ingsatvinnuvegunum. Sæmilegt verzlun-
arárferði hélzt til ársins 1930, en :þá
fór áhrifa heimskreppunnar að gæta, og
setti hún síðan svip sinn á allt athafna-
líf fram til þess er síðari heimsstyrjöldin
skall á 1939.
Við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar var
við mikinn vanda að etja í efnahagsmál-
um. Viðskiptakjör höfðu eins og áður
segir breytzt Islendingum mjög í óhag
síðustu stríðsárin, og leiddi það til halla
á viðskiptajöfnuði. Hér við bættist, að
verðbólga hafði verið meiri á Islandi á
stríðsárunum en í lielztu viðskiptalönd-
um, og jók það enn á viðskiptahallann.
Þá bar og brýna nauðsyn til þess að end-
urnýja skipastól landsmanna, og önnur
framleiðslutæki höfðu gengið mjög úr
sér á styrjaldartímanum, og jók það mjög
á innflutningsþörfina. Af (þessu leiddi,
að bankarnir áttu í miklum örðugleikum
með að fullnægja eftirspurninni eftir er-
lendum gjaldeyri. Fram að þeim tíma
hafði ekki verið um að ræða sérstaka
skráningu íslenzku krónunnar, þannig
að hún fylgdi dönsku krónunni eða skrán-
ingu hennar í Danmörku, sem eðlilegt
var talið, meðan Island var hluti danska
ríkisins. En með fullveldisviðurkenning-
unni 1918 skapaðist grundvöllur fyrir því,
að Islendingar mörkuðu sína eigin stefnu
í peninga- og gengismálum og bæru á
•jaldanna 1919-1939.
henni ábyrgð. Það hefði verið eðlileg af-
leiðing þess, að verðbólga var meiri á
Islandi á stríðsárunum en í nágranna-
löndum iþeim, sem við áttum mest
viðskipti við, að gengi íslenzku krón-
unnar hefði verið fellt þegar að styrj-
öldinni lokinni. iSvo var þó ekki, og
allt til ársins 1922 var reynt að halda ís-
lenzku krónunni í jafngildi við þá
dönsku. Hefir ástæðan til þess vafalaust
m. a. verið sú, að íslendingar hafa talið
sér það metnaðarmál, að sjálfstæðið
leiddi ekki til 'þcss, að íslenzka krónan
félli gagnvart öðrum Norðurlandakrón-
um. En iþegar kom fram á árið 1922,
varð gengislækkun ekki lengur umflúin.
Var danska krónan þá skráð á kr. 1.30 eða
hækkuð um 30% gagnvart þeirri íslenzku,
en annar gjaldmiðill skráður í samræmi
við það. Gullgildi krónunnar var þá um
60% af því, sem var fyrir stríð. Næstu
ár, cða fram til ársins 1925, var gengi
krónunnar síbreytilegt eftir framboði og
eftirspurn á gjaldeyrismarkaðinum. Fór
gengi krónunnar lækkandi fram til árs-
ins 1924, en í marz það ár var gullgildið
komið niður í 46.8% af gullgildi fyrirstríð.
Nú fór afkoma íslenzkra útflutningsat-
vinnuvega hins vegar mjög batnandi, og
varð einkum árið 1924 mikið veltiár
í sjávarútveginum. Islenzka krónan fór nú
ört hækkandi, þannig að í okt. 1925 var
hún komin í 82 gullaura. Hinar Norður-
landakrónurnar voru þá komnar upp í
gullgildi, og vildu nú sumir stjórnmála-
menn undir forustu þáverandi fjármála-
ráðherra, Jóns Þorlákssonar, láta íslenzku
krónuna verða samferða hinum Norður-
landakrónunum upp í gullgildi, en það
varð þó ekki, heldur var gengi krónunnar
nú fest í því sem þá var, en síðan var
krónan látin fylgja sterlingspundi og