Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1974, Page 146

Andvari - 01.01.1974, Page 146
ANUVARl {44 ÓLAFUR BJÖRNSSON bifreiða rúm 2000, þar af rúmlega helm- ingur vörubifreiðar. Eins og getið var hér að framan, hóf Eimskipafélag Islands starfsenú sína á fyrri heimsstyrjaldarárunum og hafði þá tvö skip hvort um 1000 tonn brtt. að stærð. Árið 1939 hafði félagið 6 skip í förum, öll urn 1000 1. að stærð. Eimskipa- félagið annaðist í fyrstu bæði millilanda- siglingar og strandsiglingar, en vegna þess hve hinar síðarnefndu báru sig illa fjár- hagslega, naut félagið til þeirra styrkja úr ríkissjóði. Árið 1929 var hins vegar stofnuð Sldpaútgerð ríkisins til að gegna því hlutverki að annast strandsiglingar, og hafði skipaútgerðin í því skyni tvö minni skip í förum urn það bil er síðari heimsstyrjöldin brauzt út. Á þessu tímabili hófst fyrsti vísir til flugsamgangna hér á landi. Höfðu fyrstu tilraunir í því skyni verið gerðar kringum 1920, en tilraunir með reglubundið flug hófust laust fyrir 1930, á vegum Flugfé- lags Islands, er stofnað var 1928. Fáum árurn síðar var starfsemi félagsins þó lög? niður, er það missti styrk úr ríkissjóði til síldarleitar úr lofti. Nýtt félag með sama nafni var þó stofnað 1938, og hélt það uppi nokkrum samgöngum á flugleiðunr innanlands næstu ár. Skortur flugvalla hamlaði þó mjög þróun flugsins á þessum tírna, þannig að notazt varð aðallega við sjóflugvélar. Á sviði félagsmála má telja merkustu nýjung þessa tímabils setningu löggjafar um almannatryggingar 1936. Fram yfir síðustu aldamót var varla um aðra félags- lega samhjálp að ræða en fátækrahjálp. Laust fyrir aldamótin myndaðist raunar vísir til ellistyrktarsjóða, en samkvæmt lögum frá 1890 skyldu öll hjú og lausa- fólk á aldrinum 20-60 ára greiða ár- legan nefskatt til slíkra sjóða, er komið skyldi á fót í öllum kaupstöðum og hreppum landsins. Með nýjum lögum um elhstyrktarsjóði frá 1909 var ákveðið, að landssjóður skyldi greiða ákveðna upp- hæð á gjaldanda til sjóðsins. Gjöld til sjóðanna voru þó svo lág, að þeir voru ávallt lítils megnugir. Slysatryggingu sjó- manna hafði verið komið á með lögum frá 1903. Voru iðgjöld greidd að 2/3 af sjómönnum sjálfum, en að 1/3 af at- vinnurekendum. Löggjöf þessi var veru- lega endurbætt árið 1925, og var þá kom- ið á fót slysatryggingu, sem náði til alls þorra launþega, annarra en þeirra, er unnu við landbúnaðarstörf. Iðgjöld skyldu nú eingöngu greidd af atvinnu- rekendum, en ríkissjóður tók þó þátt í iðgjaldagreiðslum fyrir sjómenn á róðr- arbátum og litlum vélbátum. Auk dánar- bóta skyldi nú greiða örorkubætur og dag- peninga, ef slysin ollu sjúkdómi. Vísir til frjálsra sjúkratrygginga hafði myndazt fyrir aldamót, og með lögum frá 1911 var landssjóði gert að greiða nokk- urt framlag til sjúkrasamlaga, er stofn- uð höfðu verið með frjálsum samtökum. Þróun sjúkratrygginga á þessum grund- velli var þó mjög hægfara, þannig að ár- ið 1935, eða árið áður en lögin um al- mannatryggingar voru sett, voru aðeins 10 sjúkrasamlög starfandi á landinu með rúmlega 5 þúsund meðlimum. Með lögunum um alþýðutryggingar, er svo voru nefnd, frá 1936 var hins vegar sett urn þessi efni heildarlöggjöf og trygg- ingarnar stórauknar frá því sem áður hafði verið. Að því er snerti elli- og ör- orkutryggingar, var gert ráð fyrir því, að komið yrði á fót almennum sjóði, er nefndist Lífeyrissjóður Islands, og var gert ráð fyrir því, að eftir 12 ár yrði hann þess megnugur að greiða öllum þeirn, er náð höfðu 67 ára aldri og voru undir ákveðnu tekjumarki, lífeyri, er nægði til framfæris, svo og öryrkjum, er misst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.