Andvari - 01.01.1897, Side 10
4
ur, en aðiillega mun þó bústjórnin, að minnsta kosti
i öllu hinu smávægilegra, hafa verið i höndum konu
hans. En áræðinn var hann og stórhuga og sást
eigi fyrir kostnað og áhættu í sjávarútveg og verzl-
un og farsældist vel. Stórmikið lagði hannog fram
til bygginga staðar og kirkju bæði í Vatnsfirði og
Görðum; steinkirkjan, sem hann reisti í Görðum, var
í 7-—8000 kr. skuld við bann, er hann fjell frá, og
eru þó margra ára vextir eigi taldir, og fellur sú
skuld auðvitað niður og verður sem gjöf frá honum
til kirkjusmíðisins.
I Vatnsfirði efnaðist sjera Þórarinn mjög, kom
þangað snauður, en var talinn ríkur maður að is-
lenzkum mæli, er hann fór þaðan, og munu efni
hans vart hafa vaxið eptir að hann kom suður.
Vestra ljek lánið við hann, hvað sern hann tók fyrir,
og allir vildu hjeraðsmerni sitja og standa sem hann
vildi. Af prestskap hans þarkannjeg engar sögur, en
eigi mun hann síður þar en syðra hafa verið skyldu-
rækinn í allri embættisfærslu og alúðarmaður hinn
mesti, ekki sizt við fræðslu ungdómsins, og eigi
munu sóknarmenn hans þar siður hafa borið bann
á örmum sjer og verið honum auðsveipir. Sein-
ustu 4 árjn, sem hann var vestra, var hann prófast-
ur í Norður-ísafjarðarprófastsdæmi.
Vestra tók sjera Þórarinn allmikinn þátt í op-
iriberum málum. Hann var varaþingmaður Isfirð-
inga árin 1862—68; lengra vildi hann eigi komast
að sinni, þótt þess hefði verið kostur, þar sem Jón
Sigurðsson var aðalþingmaðurinn. Þá voru allmikl-
ar pólitískar hreyfingar vestra, sem annarstaðar á
landinu, og bjeldu Vestfirðingar þá fundi að Kolla-
búðum, og tók sjera Þórarinn töluverðan þátt í þeim
hreyfingum.