Andvari - 01.01.1897, Page 11
6
Eitt var það setn sjera Þóraritm lagði stund á
vestra og það voru lækningar; varð 'hann mjög vel
að sjer i lækningafræði og þótti heppnast vel; fjekkst
hann eigi síður við handlækningar en annað. Milli
Hvítár í Borgarfirði og Oxnadalsheiðar voru þá 3
læknaumdæmi, en ( kring um árið 1860 var laust
læknishjeraðið, sem riáði yfir Isafjarðar-, Stranda- og
Barðastrandarsýslur; var þá læknis að vitja annað-
hvort að Hnausum eða í Stykkishólm. Sjera Þór-
arni gekk því það eitt til, er hanti gaf sig að svo
annarlegum störfum, að bæta úr sárri neyð manna,
sem honum var og vel þakkað af öllum. Þegar
la-tknir kom á ísafjörð, sá er enn situr þar, árið 1863,
vildi sjera Þórarinn gefa frá sjer allar lækningar,
en læknirinn latti hanti þess. Eptir að sjera Þórar-
inn kom suður í námunda við Reykjavík, og ný og
aukin störf bættust á hann, gaf ltanti sig ekki að
lækningum. Avöxtur þessarar starfsemi hans vestra
kont að nokkru fram í verðlaunaritgjörð hans um
þrifnað, mataræði, húsaskipun og fieira til að bæta
heilsufar tnanna. Ritgjörð sú var þannig tilkomin,
að hinn mikli mannvinur, kvekarinn Isaac Sharp,
sem tvisvar heimsótti land vort fyrir og skömmu
eptir 1860, hafði heitið verðlaunum fyrir tvær hinar
beztu ritgjörðir um þetta efni, hlaut sjera Þórarinn
hærri verðlaunin, en Torfi Bjarnason, nú skólastjóri
í Olafsdal, hin iægri, eru báðar ritgjörðirnar prent-
aðar i Reykjavík 1867; og eru þess vel maklegar
að vera lesnar og athugaðar þann dag i dag.
Vorið 1868 fivtur sjera Þórarinn að Görðum á
Álptanesi og árið epf.tr er hatin kosinn á þing og
hjelt hann því sæti til dauðadags, og vnr fastur í
sessi, sem stundum reyndi á; sóknarmenn lians, sem