Andvari - 01.01.1897, Page 15
9
kalla; af hinum öllum hafði sjera Þórarinn vefí og
vanda á eptirfarandi þingum.
Af hinum 2 siðast nefndu frumvörpum hafðist
hið fyrnefnda fram á þinginu 1879, en hið síðar-
nefnda, um umsjón og fjárhald kirkna, á næsta þingi,
1881. Aðalflytjandinn beggja á þinginu var sjera
Þórarinn. Frá þinginu 1879 komu lögin um eptir-
laun presta og 2 þingum síðar lögin um eptirlaun
prestsekkna, hin síðari kotnu undirbúin af stjórninni
sem afleiðing hinna fyrri. Hvortveggju bættu til
muna kjör prestastjettarinnar.
Eptir öllu eðli sinu og upplagi var sjera Þór-
arinn fremur ihaldssamur í kirkjulöggjöfinni. Hann
stóð af alefli móti frumvarpinu um leysing á sókn-
arbandi, sem varð að lögum 1882, hann var hik-
andi i að veita söfnuðunum frelsi til að kjósa presta
sína, og eigi síður í lagasetningunni um rjett utan-
þjóðkirkjumanna og borgaralegt hjónaband; þóvannst
hann tii samþykkis og fylgis í því máli, og sat á
þingunum 1883 og 1885 í nefnd með Jóni Olafssyni
til að fjalla um það.
Kirkjulega lagasmíðið tók sjer livild á þinginu
1887, en eptir voru enn breytingarnar, sem sjera
Þórarinn hafði haldið fram í nefndinni milli þinganna
1877 og 1879, á tekjum kirkna og presta. Þessi '
mál var hann á árunum milli 1880 og 1890 stöð-
ugt að undirbúa á synodus. Verði einhvern tíma
færð i letur hin fáskrúðuga saga synodusar árin 1870
—1890, þá er þar varla af öðrum að segja en sjera
Þórarni. Bæði þessi mál komu á þingið 1889. Frum-
varpið um tekjur presta hafði sjerstaklega fengið
rækilegau undirbúning. Synodus-nefnd sat yflr því
árið 1887 — 88 og lagði stjórnin það síðan með nokkr-
um breytingum fyrir þingið, Nýmælið var aðallega