Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 16
10
þetta, að eitt persónulegt gjald kæmi f stað allra
hinna núverandi prestsgjalda, og skyldi breyting sú
komast á jafnskjótt og brauðin losnuðu. Nefskatt-
urinn átti að vera 3 álnir á landsvísu á hvern safn-
aðarlim 18 vetra, sem eigi væri hreppsómagi. Frum-
varpið íjekk slæman byr í neðri deild; taldist svo
til að tekjur presta mundu hækka að mun, og jöfn-
uðurinn yrði litlu meiri en áður og fjell frumvarpið
þar með litlum atkvæðamun, eptir hrausta vörn af
hálfu sjera Þórarins. Þá var það, að hinn íhalds-
sami og gætni maður tók stjórnarbyltinguna miklu
i Frakklandi til fyrirmyndar fyrir þingið í því, að
varpa öllu gömlu burt, en setja nýtt i staðinn að
boði skynseminnar og láta ekki vanann binda sig.
Kirknafrumvarp sjera Þórarins fjekk nokkuð
betri undirtektir á þinginu 1889. Það var byggt
á sama grundvelli og hitt, að fá eitt persónulegt
gjald i stað hinna mörgu. En þingið felldi burt
fyrri hluta frumvarpsins um nefskattinn, en síðari
hluti frumvarpsins varð að lögum, sem út komu 1890
um innheimtu og meðferð á kirknafje, og er með
þeim stofnaður hinn almenni kirknasjóður. Annað
aðalatriðið í frumvarpinu, það atriðið, að tryggja fje
kirknanna, náðist þvi, og raá telja þá löggjöf einkar-
heppilega.
En sjera Þórarinn var eigi af baki dottinn.
Á synodus 1892 vekur hann aptur upp kirknafrum-
varp sitt, var það þá sett i nefnd og kom siðan fyr-
ir þingið 1893. Nefskatturinn var færður dálitið
niður, og ýms ný ákvæði tekin upp til aðhalds fyrir
umráðamenn kirkna að halda þeim sem sæmileg-
ustum. Þegar á þingið kom, var tekinn upp í frum-
varpið hinn »sameiginiegi kirkjusjóður*, sem var
harla djarft nýmæli. Málið komst í gegnum neðri