Andvari - 01.01.1897, Page 19
og skyldi beðið betri tíma og notast við hina gild-
andi stjórnarskrá til verklegra þjóðþrifa og menn-
ingar. Sjera Þórarinn var með rjettu talinn foringi
þeirra 7 þingmanna í neðri deild, sem þá greiddu
atkvæði gegn framhaldi stjórnarskrármálsins. Það
verður enn eigi dæmt um það til f'ulls, hvað »prakt
iskur frelsismaður* sjera Þórarinn var þá, en ein-
urð var það, og enginn mun nú fyrir þá skuld
sneiða hann maklegu lofi fyrir þjóðhollustu og ætt-
jarðarást i sinu langa æfistarfi. Hann lýsti því jafn-
an skýrt yfir, að hann væri ekki móti frumvarpinu
sjálfu að aðalefninu, fyrir honum var það að eins
spursmálið um hinn hentuga tíma.
Á þinginu 1889 varð straumurinn sjera Þórarni
ofstríður, hann dansaði með, þótt hann dansaði nauð-
ugur, hann átti þá eigi lengur sæti í stjórnarskrár-
nefndinni, og taldi hann það ósigursmerki fvrir málið.
Á þinginu 1891 var hann forseti og 1893 gekk mál-
ið umræðulaust gegn um neðri deild.
Af öðrum þingmálum, sem sjera Þórarinn ljet
sjer sjerlega annt um, mætti nefna vegamál og
menntamál alþýðu. Hann átti sæti í skólamálanefnd-
inni, sem skipuð var með konungsúrskurði 1875.
Það var harla mikið í sjera Þórarin spunnið,
hugur hans stóð til að verða lögfræðingur, það lán-
aðist ekki, en hann varð einn af helztu lagasmið-
um landsins, urn eitt skeið æfinnar var hann sjer-
lega vel metinn og nýtur læknir og í 40 ár var
hann í tölu hinna allrafremstu presta hjer á iandi.
Haraldur konungur Sigurðarson sagði um Gissur bisk-
up ísleifsson, að af honum mætti vel gjöra þrjá
menn og væri hann vel fenginn til hvers starfans
sem væri. Svo var og um fjölhæfi sjera Þórarins
og starfsþol; hann taldi það mesta lífsins lán, að