Andvari - 01.01.1897, Page 21
það, að prófastur hefði nýlega birgt sig af korni
fram yfir heimilisþarfir. Þegar erindinu var stunið
upp, varð sjera Þórarni það eitt að orði: »Þaðþarf
mikla einurð til þess, Jón minn, að koma nú og
biðja mig að lána sjer korn«. Lengra fór hann
ekki út í þá sálraa og veitti manninum úrlausn.
Öll sveitarstjórnarvöld hafði sjera Þórarinn á
hendi lengst af, og var það hin síðari árin eigi
vandalaus staða i hinum fátæka Garðahreppi.
Heiður og fremd veittist sjera Þórarni á marg-
an veg. Hann var forseti neðri deildar á þingun-
um 1891 og 1894 og varaforseti á mörgum þingum;
á þinginu 1893 rjeð hlutkesti þvi, að annar varð
forseti en sjera Þórarinn. Þjóðhátíðarárið varð hann
riddari. Prófastur var liann í Kjalarnesþingi frá
1872 til dauðadags.
Sjera Þórarinn var göfugmannlegur höfðingi i
sjón, fríður og svipmikill, hár og þrekinn, rjóður i
kinnum og dökkur á bár fram til efstu ára. Frem-
ur var hann þurr og fámæltur i fyrstu kynningu,
en ræðinn og gamansamur við kunnuga; heimilis-
faðir var hann hinn bezti og ágætur heim að sækja.
Þótt hann væri þungur á bárunni, kenndu andstæð-
ingar hans í landsmálum eigi óvildar í einkaskipt-
um; hann var að upplagi friðsamur og sáttfús, eða
hafði tamið sjer það. Alla æfi var hann hinn mesti
hófs- og stillingarmaður, þróttmikill til lfkama og
sálar.
Hin efstu árin fór heilsan hnignandi, en hug-
urinn og dugurinn var hinn sami, og má ráða það
af orðum og brjefum hans hinn síðasta vetur, er
heilsan gekk mjög svo til þurðar, að enn hugði hann
til sætis á þingi 1895, og það í forsetastólnum.
Veturinn 1894 hinn 13. marz missti hann konu