Andvari - 01.01.1897, Page 24
18
taka allt of mikið rúm í tímariti þessu; margt verð-
ur þvi að bíða betri tíma.
Hinn 1. júlí hóf eg ferðina úr Reykjavík og
fór sjóleiðis norður á Akureyri, en Ögmundur Sig-
urðsson fór landveg með hestana. Hinn 13. júlí
byrjuðum við landvegsferðina frá Akureyri og fór-
um sem leið liggur yfir Vaðlaheiði og Ljósavatns-
skarð, yfir Fljótsheiði og að Grenjaðarstað. Hinn
15. júli fórum við frá Grenjaðarstað upp á Þeista-
reyki til þess að skoða Reykjaheiði, sem var alveg
ókönnuð í jarðfræðislegu tilliti, og eru þar þó mjög
stórkostlegar eldmenjar og eldgígir. Prófastur fylgdi
okkur upp að Geitafelli, útvegaði mér fylgdarmann
og var okkur i öllu hinn hjálpsamasti. Leiðin frá
Grenjaðarstað liggur fyrst yfir Laxárbrýr; áin kem-
ur fram úr gljúfrum í mynni Laxárdals og er blá-
grýti í hömrunum á báða vegu, en þegar kemur
upp á hálsinn austan ár, tekur móbergið við og er
það þaðan af aðalbergtegund austur undir Vopna-
fjarðardali.
Bóndinn á Geitafelli, Torfi Sæmuudsson, fór með
okkur upp að Þeistareykjum og þaðan niður undir
Kelduhveríi. Bærinn Geitafell stendur ofarlega í
dalverpi því, sem gengur upp af Reykjahverfi og er
samnefnt fell á bálsinum vestan við dalinn; austan
undir felli þessu er djúp hvylft með hyldýpis-tjörn,
sem heitir Nykurtjörn og eru upp af henni háir mó-
bergshamrar. Neðst í dal þessum er allstórt vatn,
sem lieitir Langavatn; í það rennur Geitafellsá nið-
ur dalinn; hún myndast af tveim smáám; heitir hin
vestari Kringlugerðisá; liún kemur úr Kringluvatni
á heiðinni austan við Laxárdalinn, en hin áin heit-
ir Þverá; hún kemur að austan niður í dalbotninn
og myndast úr uppsprettum austur á heiði. Geita-