Andvari - 01.01.1897, Page 25
1
fellsá rennur að lokum í Laxá hjá Laxamýri, en
hún er þá búin að breyta nafni og heitir þar Mýra-
kvísl. Frá Geitafelli riðum við upp tunguna milli
ánna og svo upp á heiðina sunnan við Þverá upp
að Þverárhorni; það er fjallsrani úr móbergi og
gengur frá norðri til suðurs, eins og flestir aðrir
fjallgarðar hér um slóðir. Þá koma Lambafjöll,
langur fjallgarður og hár; syðsti hnúkur þeirra fjalla
heitir Gusti; það er hvass móbergstindur og er lík-
lega opt vindasamt i kringum hatin. Við riðum
austur fyrir Gusta fremur vondan veg um sanda,
öldur og smáhálsa; grasleysur þessar ná allar göt-
ur suður í Hólasand. Suður og austur úr Lamba-
fjöllum ganga lágir hálsar; við fórum um skörð i
þeim, um smáurðir, grýttan veg; þegar yfir kemur,
tekur við dalur alllangur milli Lambafjalla og Þeista-
reykjafjalla og er hann allur þakinn hrauni; við
riðum niður í hraunið og eptir því norður undir
hlíðar Lambafjalla á grastóar, sem þar eru, því
ekki er hægt að fara beint yfir hraunið; hraunslétt-
an hefir sokkið frá hlíðum Lambafjalla og eru 'marg-
ar gjár fram með fjöilunum og eru gjáveggirnir
hærri að vestanverðu. Undir hömrum í einni gjánni
er lind, sem heitir Gæzka; það bregzt sjaldan, að
þar sé einhver vatnsseytill í, og keraur það sér vel
fyrir gangnamenn á haustum, því á heiðutn þessum
er alstaðar hinn mesti vatnsskortur. Um kvöldið
setturnst við að á Þeistareykjum og tjölduðum skammt
íyrir neðan göngumaunakofann, sem þar er.
Námurnar á Þeistareykjum liggja undir felli,
sem heitir Bæjarfell og utan í því. Fjallgarðurinn
allur er kallaður einu nafni Þeistareykjafjöll og
ganga þau frá suðri til norðurs jafnhliða Lamba-
fjöllum; íjallshryggirnir í fjallgarði þessum eru þrír,
2*