Andvari - 01.01.1897, Síða 26
'20
hver norður af öðrum, heitir Kvihólafjall syðst, þá
Bæjarfell og nyrzt Ketilfjall. Undir Bæjarfelli og
utan í því sjást alstaðar miklir reykir úr gilskor-
um og lautum og eru mislitar leirtegundir kringum
brennisteinshverina, því brennisteinsgufurnar hafa
soðið sundur móbergið og breytt því í leir og er
hann víðast rauður; stórir steinar, sem hafa verið
innan í móberginu, liggja á víð og dreif um leirurn-
ar; þeir hafa reyndar haldið lögun sinni nokkurn
veginn, en allir eru þeir soðnir og umbreyttir. Þar
sem jarðhitinn er mestur, eru grunnar skálar með
rauðum leir og hvítgráum hveraskorpum, og hér og
hvar eru urgandi og sjóðandi hvera-augu, eins og
graptarnabbar á spilltu holdi; sumstaðar eru leirhver-
ir dökkbláir og blágrænir með sjóðandi graut inis-
þykkum, sumstaðar kemur brennheit gufa upp úr
sprungum og holum; hverasölt eru víða kringum
götin og brennisteinn undir skorpunni. Mestar eru
námurnar undir fjallinu, en þó eru nokkrir hvera-
blettir uppi í því og fáeinir í miðju Ketilfjalli. í
fyrri daga fóru bændur lestaferðir á Þeistareyki og
tóku þar brennistein, fluttu hann á Húsavík og lögðu
hann inn í kaupstað sem aðra vöru; nú er brenni-
steinssalan fyrir löngu um garð gengin. Um tíina
fengust Englendingar við brennisteinsnám á Þeista-
reykjum; Brennisteins Lock var alþekktur á Norð-
urlandi; hann hljóp frá öllu í reiðileysi og skuldum.
Byggð heflr áður stundum verið á Þeistareykjum,
en bærinn lagðist í eyði fyrir rúmum 30 árum; þar
hefir verið fallegt bæjarstæði og fremur búsældar-
legt á sumrum, en líklega hart á vetrum. Kringum
sjálfa brennisteins- og leirhverina er enginn gróður,
en norður af þeim, þar sem bærinn stóð, og milli
sumra leirflaganna eru skrúðgrænar grundir, enda