Andvari - 01.01.1897, Page 27
21
er þar jarðhiti mikill, jafnvel langt trá hverunum.
A grundunum við göngumannakofann var svo mik-
ill ylur í jörðu, að tjaldhælarnir voru volgir, er við
tókum þá upp; í kofanum var alltaf hér um bil
jafnheitt, 14 — 15° C, en lopthitinn var eigi meiri en
4—5° C úti. Valllendishagar. eru ágætir á Þeista-
reykjum, reka byggð.armenn þangað stóð sitt, og er
furða að Þeistareykjamóri skuli ekki fæla það burtu.
Móri þessi er ekki vanaleg apturganga, hann er
ekki mórauður strákur, heldur mórauður hundur
apturgenginn. Maður varð eitt sinn úti á lleykja-
heiði, dó algjörlega, gekk eigi aptur og er úr sögunni,
en hundur hans var illur og grimmur viðfangs, hann
komst á Þeistareyki, drapst og gekk aptur og ásæk-
ir sfðan menn og hesta.
Um kvöldið þegar við settumst að á Þeista-
reykjum var úðaþoka niður í fjallsrætur og ágerðist
fúlviðrið næsta dag; við urðum því mestallan dag-
inn að vera aðgjörðalausir í tjaldinu. Um hádegi
létti þokunni dalítið af og voru allmiklar glórurund-
ir; notuðum við því tækitærið og fórum upp á Bæj-
arfjall. Skarðið milli Bæjarfjalls og Ketilfjalls heit-
ir Bóndhólsskarð; þar riðum við upp hraunhallann
og svo skáhallt upp á Bæjarfell. Breiður hraun-
foss hefir fallið niður skarðið, niður á sléttuna fyrir
vestan Þeistareykjafjöll, hraunbreiðurnar fyrir aust-
«n fjöllin eru jafnháar skarðinu og hefir hraun
runnið beggja megin við móbergsnybbu í skarðinu
miðju, sem heitir Bóndhóll. Uppi á Bæjartelli eru
öldur með smáurð ofan á móberginu og er fjallið
allbreitt að ofan og djúp dalhvylft í því miðju; aust-
ustu bungurnar eru einna hæstar og þaðan höfðum
við um stund allgóða útsjón um næstu fjöll og hrauu,
en í norðaustri var allt hulið þoku; þó sáum við