Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 30
Víti; hann er miklu minni, en eins svartur og svip-
illur og sór eigi í botn fyrir myrkri. Frá Stóra-Viti
hafa mikil hraun runnið á báða vegu, en hallinn
frá gígnum er þó mjög iitill (tæplega 1°). Þessir
stóru eldgígir á Reykjaheiði eru í sömu stefnu eins
og Leirhnúkur, og er það hin sama eldæð, sem mynd-
að heíir hraunin við Mývatn og á Reykjaheiði. Af
Þeistareykjaheiði riðum við beint norður á Bláskóga-
veg; þar eru eintómir móar á heiðinni, krappaþýfi,
vaxið lyngi, fjalldrapa og víði, og er þar mjög örð-
ugt yfirferðar og þreytandi fyrir hestana. Á heið-
inni er ágæt sumarbeit fyrir fé, en sá ókostur, að
þar er mjög vatnslítið í þurkasumrum. Norður frá
Bungu Jriðum við fram með röð af ketilmynduðum
hraunholum; holur þessar eru mjög djúpar og snjór
í sumum þeirra; fjárstígir liggja margir að holunum,
því kindur leita þangað til þess að ná í vatn, er
sígur undan sköfium. Þegar austar dregur, eru ótal
gjár á heiðinni og hafa landræmur stundum sigið
allmikið milli þeirra. Fyrsti bærinn, sem maður
kemur að í Kelduhverfi, heitir Undirveggur, hann
stendur undir háum hömrum; það er gjáveggur hár
og beinn og hefir austurbarmurinn skokkið. Þegar
maður kemur austur undir Meiðavelli, kemur dólerít
isnúið út undan nýrra hrauninu og hallar því niður
að söndunum. Um kvöldiðriðum við upp í Ásbyrgi1
og tjölduðutn þar í skóginum skammt fyrir ofan
tjörnina; þar er fallegur tjaldstaður, þverhniptir,
hrikalegir hamrar á báða vegu, há tré allt í kring
og syngjandi fuglar i liminu, blágresi og annar há-
vaxinn gróður milli trjánna. Láglendið í Ásbyrgi
1) Asbyrgi liefi eg áður stuttlega lýst í ferðasögunni 1884 i
11. árg. Andvara.