Andvari - 01.01.1897, Page 31
25
hefir áður legið 1 sjó, það sést á brimbörðum klett-
um i eynni; svo hafa menn þar að auki fundið
skelja-mulning í grasbakka við björgin langt uppi í
Byrgi og hjá Ási austan við Ásbyrgi hafa reka-
drumbar fundizt i melbarði. Næsta dag fórum við
yfir Jökulsá hjá Ferjubakka; áin kemur þar fram
úr gljúfrinu, og er mjög mjó, áður en hún skiptist;
hefir mönnum mælzt hún vera 75 álnir. Á ferju-
staðnum er mjög harður strengur f ánni, svo báta
og skepnur hrekur langt. Jökulsá er vont ferjuvatn
og sárt að þurfa að leggja skepnur í hana, en von-
andi er, að hún verði bráðum brúuð. Á ferjustaðn-
um er möl að vestan, en dólerítklappir að austan og
er dökkgrá gljáandi skán á dólerítinu eins og víða
er við ár. ísskrið kvað sjaldan koma í ána til
muna, því Dettifoss og aðrir fossar í gljúfrinu eru
búnir að mala isinn, áður en hann kemst niður ept-
ir. Um daginn riðuin við út Axarfjörð og að Sand-
feilshaga og vorum þar tvær nætur.
Axarfjörður er gullfalleg og grösug sveit; að
austan takmarkast héraðið af móbergsfjöllum og
eru þau jaðarinn á hálendi því, sem frá Hólsfjöll-
um gengur út að Sléttu, fjöll þessi eru fremur iág,
en 3 einstök fjöll nærri byggðinni bera hátt yfir
hálsana í kring: Tungufell (eða Hafrafell), Sandfell
og Þverárhorn; hálsarnir eru að meðaltali 6—800
fet á bæð, en hnúkarnir 16—1700 fet; yzt í sveit-
inni gengur Axarnúpur fram undir sjó. Hinir lágu
hálsar, er liggja niður undir bæina, einkum sunnan-
til í sveitinni, eru mjög grösugir og fagrir, og eru
þar kjarrskógar miklir; hálsarnir milli Ferjubakka,
Skinnastaða og Hafrafellstungu eru allir vaxnir birki
og viði, gulvíðirinn er svo áfjáður og þroskamikill,
að hann nær heira að túngörðum og sumstaðar eru