Andvari - 01.01.1897, Page 33
og stóð upp í raiðjan skemmuhól hjá bænum Vik-
ingavatni; var þá tarið á skipi frá Víkingavatni aust-
ur að Asi; vatnið stóð lengi á, en er það rénaði,
myndaðist Stórá. Daginn fyrir hlaupið þornaði Jök-
ulsá og er mælt að bóndinn i Skógum hafi sagt, að
nú væri von á hlaupi, lét harm sækja sexæring, er
hann átti og binda við bæjardyr, flutti allt það er
skemmzt gat upp á lopt og bauð fólkinu að vaka
um nóttina, og var svo gert. Nóttin var björt og
eptir miðnætti sáu menn vegg háan færast niður
sandinn og var það hlaupið, það konr þó eigi á Skóga
en klaufst litlu ofar, en einum isjaka skolaði upp í
hlaðvarpann. Fyrir hlaupið voru ágætis-engjarfyr-
ir neðan uppsveitina, en margir bæir i heiðinni upp
af láglendinu; áttu þeir allir slægjur fyrir neðan;
þær tókust allar af og bæirnir lögðust flestir í eyði;
má þar enn sjá margar bæjarrústir og garðhleðslur
miklar og liggja götutroðningar frá hverjum bæ nið-
ur að söndunum; sagt er að fyrir hlaupið hafi aust-
ursveitin i Kelduhverfi verið betri og fjölmennari en
vestursveitin. Þá eyddust og ýtnsir bæir austan ár
og sjást enn miklar menjar þeirra bæja; viða sjást
/ornir túngarðar og afarlangir vörzlu- og landamerkja-
garðar. Liklega hafa þó ekki allir bæirnir eyðzt í
hlaupinu 1717, margir hafa eyðzt miklu fyrr; í ann-
álum er getið um stórhlaup í Jökulsá 1655 og mörg
hlaup hafa eflaust orðið áður, þótt engar sögur fari
af þeim.1 Byggðin hefir líklega smátt og smátt ver-
1) Á 18. öld er getið um nokkur iinnur lilaup úr Jökulaá; í
annál úr Eyjafirði i Thotts safni á konungskúkklöðu (nr. f)09 8vo)
segir svo: »1736 um veturinn og vorið hljóp Jökulsá i Axarfirði
5 sinnum, tók meir en kundrað fjár á tveim hæjum, fólk varðist
uppi á hÚ8unum og komst af«. í hrjefi frá Benedikt Þorsteins-