Andvari - 01.01.1897, Page 36
30
lirauninu. Hraunið skiptist í tvær álmur neðst, áð-
ur það fellur i sjó, og stendur Katastaðafjall íkverk-
inni milli hrauntanganna. Mörs merki sjást til þess,
að landspildan undir Axarfjarðaríióa hefir sigið; í
Axarfirði milli Ferjubakka og Sandfellshaga eru ó-
tal sprungur; eru sumar opnar, en sumar signar
saman og grasi vaxnar; þó eru þessar sprungur litl-
ar í samanburði við g.já þá, sem nær úr suðaustur-
enda Valþjófsstaðafjalls allar götur norður undir
Rauðanúp; gjá þessi er sumstaðar opin, en hverfur
á pörtum eða er óglögg, sumstaðar er hún grasi
vaxin og í henni pyttir eða holur í röð. Norðan
við Snartarstaði eru sprungurnar tvær, jafnhliða, og
mynda hjalla, hvern austur af öðrum, en síðan hverfa
þær á melunum þar norður af. Frá Brekku fórum við
norður Leirhafnarskörð bak viðSnartarstaðanúp(902’),
Leirhafnarfjöll eru alllangur fjallgarður, kollóttir,
lágir móbergshálsar úr gráleitu móbergi. Leirhafn-
arskörð eru krókóttar skorur gegn um fjallgarðinn
og ná nærri niður að jafnsiéttu. Fyrir norðan skörð-
in er sléttlendi fram með fjöilunum niður að sjó; eru
þar eintómir móar og tjarnir efra. Fyrir norðan
skörðin tekur sprungan sig upp aptur og er þar
grasi vaxin og smáholur og pollar í henni; í sprung-
unni sést, að dólerít liggur undir móunum, enda er
það aðalbergtegund alls sléttlendis hér norður og
austur um. Leiðin liggur út eptir fram með sjónum
og eru dólerítkiettar alstaðar undir malarkambi, en
landið er svo lágt, að hvergi eru björg við sjóinn.
JDýralff er hér allmikið, selir á skerjunum, kríur við
vötnin í stórhópum og æðarfuglar syndandi við
ströndina. Gróður er fremur kyrkingslegur og smá-
vaxinn, slægjur því nær engar, en menu treysta
mjög fjörubeit. Um kvöldið komum við að Grjót-