Andvari - 01.01.1897, Side 37
31
nesi, það er snotur bær og vel húsaður; þarer varp
mikið á afgirtu nesi, er gengur út í tjörn við bæinn,
og fást árlega ura 100 pd. af dún af þessum litla
bletti. I öllum varplöndum á Sléttu er skógur af
hræðum, spýtur reistar á enda og bundnir hrisvend-
ir við, og standa hræðurnar svo þétt sem hrislur í
skógi.
Hin eiginlega Melrakkaslétta tekur yfir yzta
hluta skagans og ber hérað þetta nafn með réttu,
því að þar er nærri alveg mishæðalaust; smáar öld-
ur eru varla teljandi. Frá því að Leirhafnarfjöllum
sleppir allt austur að Ormarslóni er allt ein flat-
neskja, þar er dólerit alstaðar undir og eru klapp-
irnar ísnúnar, móar eru víða ofan á grjótinu, en
alstaðar er jarðvegur þunnur og gróðurinn smávax-
inn; hafis liggur hér mjög opt við land og er þá
nepjukuldi, súld og kafald, og þó enginn ís sé við
landið, þá eru optast kuldanæðingar af bafi; meðan
eg var þar á ferð (í júlímánuði), var hitinn um há-
degi aldrei meiri en 7 —8° C. og opt minni. ís kom
að Sléttu í ár (1895) seinasta mánudag i góu og lá
þangað til 3. maí. Vorin eru opt hörð og frost á
nóttu fram á sumar; í ísárum er þar opt klaki í
jörðu allt sumarið, svo eigi er nema l'/s—2 fet niður
að honum. Vegir eru fremur slæmir, einkum á Aust-
ur-Sléttu, þar eru eintómar urðir; á vetrum ergreið-
færara, þá má opt faraallt þvertogendilangtáskafla-
járnuðum hestum; þá nota menn lika sleða, skiði og
skauta og er þar opt hið bezta akfæri. Kartöflur
þrífast ekki á Sléttu, nyrzti kartöflugarður er í
Presthólum; í fyrra (1894) var hitasumar á Norður-
landi og heppnuðust þá jarðepli vel, en ekki er
enn nema 3 ára reynsla fyrir því, hvernig kartöpl-
ur heppnast þar; i Núpasveit er hlýjara loptslag, en