Andvari - 01.01.1897, Page 40
34
og brúka þá í eldinn, fyrrum fóru heilar timburlest-
ir af Sléttu upp um sveitir, jafnvel upp í Bárðar-
dal; nú er sú atvinnugrein fyrir löngu horfin. Sauð-
fé gengur hjer mikið í fjöru og eru fjárhús vfða
við sjóinn og sandhaugar stórir fyrir framan þau;
bráðapest kemur aldrei á Sléttu, í Þistilfjörð eða á
Langanes. Búskapur bænda er í góðu lagi, tún-
rækt er fremur góð og víðast hvar vænir túngarð-
ar kring um túnin og há tréhlið inn að ganga; sum-
staðar eru stauragirðingar kring um tún og nátt-
haga. Það fer fjarri því, að hér sé útkjálkabrag-
ur á fólki, bæir eru vlðast hvar vel húsaðir og lifn-
aðarháttur allur með sama lagi sem í góðum sveit-
um norðan og austan lands; velmegun hefir fvrrum
verið almenn á Sléttu, en nú hafa öll hlunnindi
minnkað að stórum mun, svo efnahagurinn er orð-
inn lakari, þó hann sé engan veginn slæmur i sam-
anburði við aðrar sveitir. Með því að rekinn var fyrr-
um svo mikill á Sljettu, þá heíir hann haft töluverð
áhrit á húsabyggingar, líkt og á Hornströndum; í
gömlum útihúsum er hér enn sem á Ströndum hlað-
ið flettum staurum innan stafa, gamlar fjárborgir við
sjóinn eru mestmegnis byggðar úr tómum staurum,
en mold og sandi mokað að hið ytra. Á sjóarbæj-
um á Sléttu og Langanesi er fiskur viða þurkaður
á trönum, en ekki í hjöllum, fiskur og hákarl er
hengdur á þverspýtur og langspýtur, er hvíla á há-
um stólpum og er allt úr rekavið. Það er einkenni-
legt á Sléttu, að þar eru vindmylnur nærri á hverj-
um bæ. Skarfakál vex alstaðar i bæjarveggjum á
Sléttu og Langanesi, hvergi sá ég það í bæjarveggj-
um í Þistilfirði, en allvíða á Langanesströndum; þok-
ur og suddaveðrátta af hafi auka líklega gróðrar-
magn skarfakálsins; þess er t. d. getið, að 1869 hafi