Andvari - 01.01.1897, Page 41
35
vöxtur skarfakálsins verið óvanalega mikill í þess-
um héruðum, en þá var áferði hið versta, ótíð mik-
il um sumarið af snjóum, kuldanepju og sudda.
Hinn 22. júlí riðum við frá Grjótnesi út á Rauða-
núp, það er nyrzti og vestasti höfðinn á Sléttu;
Rauðinúpur (242') er dólerít-bunga og hefir sjórinn
brotið framan af; í björgunum við sjóinn eru ákaf-
lega þykk rauð gjalllög og dregur núpurinn nafn af
hinum rauðu gjallskriðura. Dólerit-lögin hallast út
frá miðju og þar er í miðjum núpnum geysimikiil
og djúpur ketill, líklega gamall gigur, því Rauði-
núpur hefir líklega fyrir ísöldina verið eldfjali. Inn
af núpnum er dálitill rani inn á við, sem heitir
Hvammsfjöll. I skáiinni sáum við stórt tóugreni;
hér er hægt til fanga svo nálægt bjarginu, enda var
fullt af fuglabeinum kring um grenið. Ibjörgunum
framan í núpnum er mikið af skeglu og töluvert af
svartfugli, helzt langvíu; er sagt að langvlunni sé
heldur að fjölga. Þar er ekki sigið, mönnum þykir
bjargið skúta of mikið fram og auk þess er grjótið
f berginu mjög laust í sér. Fyrir framan bjargið er
hár stapi, sem kallaður er Karl, og er hann allur
hvitur af fugladrít hið efra; efst á honum sitja stór-
ir hópar af skörfum og er ekki þrifalegt í kringum
þá; svartbakar verpa þar líka, en þeim er að fækka,
þeir fiytjast burtu, því þeim þykir víst illt og fúlt
nábýli skarfanna. I urð fyrir neðan björgin verpur
nokkuð af lunda.
Þegar eg hafði skoðað Rauðanúp, hélt ég áfram
ferðinni austur á bóginn, fórum við íýrst austur að
Kötluvatni og síðan yfir heiði með móum og lélegum
gróðri. Fyrir austan Kötluvatn er dálítill ölduhrygg-
ur úr móbergi, hann er áframhald Leirhafnarfjalla
út að sjó og er kallaður Jörfi. Síðan fórum við
3*