Andvari - 01.01.1897, Page 42
milli tveggja vatna upp að Oddstöðum og svo austur
móana alla leið að Sigurðarstöðum. Bærinn stendur
á rifinu milli sjóar og vatna, þar sem grandinn er
breiðastur og er varp i hólmum i vatninu; bæjar-
stæðið er fagurt og á móti suðri. Hnullungarnir í
fjörunni og i rifunum eru, eins og eðlilegt er, flest-
ir úr dóleriti, sem er aðalefni þessara héraða, en
innan um fann ég á stöku stað útlendar steinvölur
(granít, kvarsít og talkskifer); hafa steinar þessir lik-
lega rekið þangað með hafis frá Grænlandi eða Spitz-
bergen. Frá Sigurðarstöðum að Blikalóni er alltaf
riðið milli sævar og vatna eptir malar- og sandrif-
um; koma þar víða rekadrumbar og hvalbein upp
úr jörðu alllangt frá sjó. Um kvöldið skoðaði eg
Blikalónsdal; það er jarðfall milli sprungna frá suðri
til norðurs og eru barmarnir víða 30—40 feta háir,
en sumstaðar hverfa þeir að mestu; dalur þessi eða
dæld kvað ná allt suður undir Hólsstíg (2 mílur);
vatnsmiklar uppsprettulindir koma upp í dalkvos-
inni og renna út i Blikalón. Það eru forn munn-
mæli, að áður hafi runnið fljót mikið eptir dældinni,
en Gvendur góði söng það niður einhvern tíma á
ferðum sínum; þar sem vegurinn liggur niður i
dalinn, heitir Dalkross; liklega hefir kross staðið þar
fyrrum i kaþólskum sið. Isnúið dólerit er alstaðar
í klettum við Blikalónsdal, dalurinn hefir myndazt
svo, að löng landræma hefir sigið milli sprungna.
Næsta dag fórum við frá Blikalóni út í Rif um mal-
irnar milli lóns og sjóar og svo yfir ós, er rennur
úr innra lóninu í hið ytra; ósinn var á miðjar siður
af því flóð var, svo fórum við fram með sjó um
dóleriturðir og hnullunga; land er þar mjög ljótt og
sviplítið; nokkur hundruð faðma frá sjó koma þar
sumstaðar upp mosavaxin hvalbein og gamlar rótar-