Andvari - 01.01.1897, Síða 43
37
hnyðjur upp úr jarðvegi. Þegar kemur út á tang-
ann, eru alstaðar stórgrýtis-hnullungar i fjörunni,
því hér er mjög brimasamt, jafnvel í logni, riðum við
granda fyrir utan fjöru og svo út á nestána; þar
var mikill rekaviður i fjörunni, skipsflekar og hval-
bein. Bærinn Rif, nyrzti bær á Islandi, stendur
austan á nesinu á rifi milli tjarnar og sævar; er þar
nærri alveg gróðrarlaust í kring, en túnið á sjálfum
grandanum er vel grasgefið; í tjörninni eru smá-
hólmar. Bærinn er snotur og nýbyggður og hrein-
lega umgengið. Frá Rifi fórum við um heiðina þvera
að Skinnalóni; þar eru vegleysur eintómar, urðir og
hellur reistar á rönd, en mýrasund grautfúin á milli.
Austan við Skinnalón urðum við að fara inn fyrir
langan ós eða vatn, sem ekki er hægt að kom-
ast fyrir framan, svo um holt, hellur og urðir að
beitarhúsum stórum; þar hefir verið grætt út allstórt
tún og er stauragirðing i kring, þaðan fórum við
um malarrif fyrir framan Hraunhafnarvatn, svo um
holt að Harðbak, þaðan enn um malarrif og svo um
holt og urðir að Ásmundarstöðum. Landslag er á
Austur-Sléttu alstaðar tilbreytingarlaust; þar eru
eintóm urðarholt, tjarnir og vötn, malarrif fyrir fram-
an og brim fyrir utan, gróður er hér minni í möl-
um og urðum en á Vestur-Sléttu, en mýrarsund eru
fleiri, einkum þegar upp eptir dregur. Við vórum
svo heppnir að tá þokulaust veður kring um Sléttu,
en þokan lá í hafi og allt af var veður fremur kalt
og hráslagalegt. Fyrir sunnan Ásmundarstaði er
vegurinn skárri, þar eru á víxl melar og holt og
eru holtin hærri, þau eru öll úr dóleríti og ísnúin
að ofan; ströndin er hér mjög vogskorin og skipt-
ast á höfðar og víkur, en eyjar og sker liggja nærri
landi og er brimsúgur inikill inn um sundin, þar