Andvari - 01.01.1897, Page 45
eru það eflaust ísborin Grettistök, yfirborð móbergs-
ins er mjög etið og núið af vindi og veðri; þar eru
smákompur, dældir og hellar í klöppunum, en sum-
staðar standa garðar og rif upp úr klettunum og
mynda net á berginu. Hraunkvislin er farin nokkuð að
gróa upp, hún er ekki mjög óslétt og margir lækir
og uppsprettulindir koma undan hraunröndinni og
renna út í Ormarslónsá; þegar lengra dregur upp með
fjöllunum, eru engjar miklar og graslendi fram með
hrauninu og var þar til skamms tíma töluverð
byggð.
Hinn 26. júlí fórum við frá Ormarslóni upp háls-
inn þar fyrir ofan bæinn, sunnan við hann tekur
við breiðuí dalur, sem gengur suður af Sveinunga-
vik, þar eru beitilönd góð, lyng og víðir. Dalur
þessi skiptir fjallgarðinum í tvennt og eru í honum
mörg vötn og tjarnir í móbergshvilftunum; að aust-
anverðu ganga móbergsfjöll og hálsar i sjó fram og
eru há björg framan í. Við riðum niður í Kollu-
vik, þar eru tveir kotbæir; útsjón er þar fögur yflr
Þistilfjörðinn til Langanesfjalia; lón er stórt í vik-
inni og rif fyrir framan, þar er grösugt bæði á Jág-
lendi og í fjöllum. Sunnan við Viðarvílc, sern er
næsta vík fyrir sunnan Kolluvílt, gengur Rauðanes
alllangt í’sjó fram; framan við það eru tveir kletta-
standar og dyr i gegnum fremsta nefið. Sunnan
við Kolluvík er fja.ll, sem heitir Geirþrúður, hátt og
hvasst og eggjar suður, þar eru blágrýtissúlur ofan
til í fjallinn, en aðalefnið ermóberg; leiðin úr Kollu-
vik liggur vestan við þetta fjall upp með gili hjá
syðri bænum og upp á háls eða heiði og um dal-
hvilftir grösugar; þar eru hka vötn og tjarnir. Þeg-
ar við komum suður á brúnirnar fyrir ofan Sval-
barð, sáum við yflr allan Þistilfjörðinn; eg hat'ði ekki