Andvari - 01.01.1897, Page 48
eg íerð mína um Langanes og skildi þar eptir mest-
allan farangurinn. Ut undan móbergsíjöllunum háu,
sunnan á nesinu, gengur hálsahjalli allbreiður til
norðurs og vesturs, en neðar er lægri hjalli, sem
gengur i sjó fram milli Syðra-Lóns og Sauðaness;
ýms merki eru til þess, að sjór haíi fyrrum gengið
yfir hinn neðri bjallann, en hinn efri er þakinn ís-
aldarrusli og lausum dóleritbjörgurn. Frá Syðra-
Lóni að Sauðanesi riðum við á útleið fram sjóar-
bakkana; þar eru 70—80 feta há dóleritbjörg og
móberg undir; varp er þar ekki, nema dálitið af
teistu. Prestsetrið Sauðanes stendur á fögrum stað,
bæinn ber hátt og sér þaðan yfir allan Þistilfjarð-
arflóa til fjalla og nesja að vestanverðu, til austurs
sér yfir lón, vötn og grassléttur; í vötnunum eru
smáhólmar og i þeim mikið varp (250—300 pd. af
dún), þar er þvi fjörugt á vorin, þegar fuglinn er að
setjast upp og bjart yfirlitum til hafsins þann tíma,
sem ekkí sezt sól. Á Sauðanesi er vandað og reisu-
legt steinhús. Frá Sauðanesi út að Heiði fengum við
blindþoku, svo ekkert sást; Langanes er alræmt
fyrir þokur, og þó hvergi sé þoka annarsstaðar, þá
er þó optast þoka í skarðinu hjá Eiði; þokan rekst
frá hafi með suðaustanátt inn að björgunum og fjöll-
unum sunnan á nesinu og teygir svo tungurnar
norður yfir skörðin; við vorurn svo þó heppnir, að
þokan gerði oss lítið mein meðan við dvöldum þar,
en seinna um sumarið var afleit þoku- og suddatíð.
Móbergsfjöllin norður af (Jrunnólfsvikurfjalli haldast
sem samanhangandi fjallgarður norður að Eiðis-
skarði, sem sker fjöllin nærri alveg sundur, þá
kemur Heiðarfjall og svo aptur skarð utan við það,
siðan er yzti hluti Langaness samanhangandi há-
lendi, tindalaust, og þverhnipt björg á alla vegu í