Andvari - 01.01.1897, Page 50
44
mjög með skotum og gauragangi; Langnesingar bera
og Færeyingum á brýn, að þeir sigi i björgin og
steli fugli. íslendingar, sem ganga i björgin, siga
í kaðalfestum, hafa band um miðju og lykkjur um
lærin og hafa lika með sér lausavað. Lítið er um
lunda í björgum á Langanesi og fýlungar mjög fáir.
í Skoruvikurbjargi eru dóleritlög með rauðum gjall-
skánum á milli og sumstaðar stuðlaberg, á klöppua-
um við bjargbrúnina eru víða isrákir og Grettistök.
Af bjarginu sáum við langt út i haf og var sjón-
deildarhringurinn allur þakinn útlendum fiskiskútum,
afli var hinni bezti hér út af Langanesi og Þistil-
firði, en íslendingar hafa þar engin not af; útræði
hafa menn þó nokkuð sunnan á nesinu frá Skálum
og Fagranesi. Upp af Skoruvíkurbjargi stendur á
melunum stór steinn, sem heitir Biskupssteinn; þar
áttu Skálholts- og Hólabiskupar að hafa hitzt. Við
komum við í Skoruvík; þar var þá fullt af Færey-
inpum, sem komið höfðu á land af skútum sem lágu
fyrir utan; þar er stauragirðing kringum túnið, enda
hefir þar verið mikill reki og er töluverður enn,
viðarkestir eru viða i fjörunni; mestur er rekinn
undir Vatnsleysuhlíð hér nokkuð fyrir utan bæinn.
Lending er hér ill, því brim eru allt af mikil; í tjör-
unni eru hnullungarnir á stærð við mannshöfuð og
stærri. Björgin i Fontinum fyrir utan Skoruvík
eru 16—20 -faðma há, dólerítlögin eru þykk og hall-
ast út á við og eru rauðar gjallarákir milli þeirra;
sumstaðar eru lög af háum og reglulegum dólerít-
súlum. Frá Skoruvik riðum við þvert yfir nesið um
urðir og mela fram með dæld, sem heitir Vatnadal-
ur, af því þar eru nokkrar smátjarnir; við komum
að Skálum um kvöldið og gistum þar um nóttina.
Á Skálum var lika fullt af' Færeyingum, með því