Andvari - 01.01.1897, Page 51
tö
fiskslori og óþrifum, sem þeim jafnan fylgir; héðan
hafa Færeyingar útræði, því hér er bezta lendingin
sunnan á Langanesi; frá Skálum veiða menn líka
hákarl á lagvað; hákarlinn er seldur kasaður eða
hertur upp um sveitir fyrir 80—100 aura fjórðung-
urinn. Bærinn Skálar stendur fram á bjargbrúninni,
svo frá bæjardyrum. eru ekki nema 12 álnir út á
yztu brún, engin rimlagirðing eða garður er fyrir
framan og er furða að ekki skuli verða slys að. Frá
Skálum er í góðu veðri ágæt útsjón inn með Langa-
nesi; þar er hver höfðinn inn af öðrum, bjargsnasir
og víkur á víxl og miklu meiri tilbreyting en norð-
an á nesinu. B]örgin eru víða rauð, af því gjalllög-
in milli dólerítlaganna eru mjög þykk; þegar skygni
er gott, sjást Viðvíkurbjörg og jafnvel Ósfjöll í fjarska.
Um morguninn 29. júlí fórum við frá Skálum inn
með nesinu að surmanverðu og fengum bezta veð-
ur; riðum við fyrst yfir Skálabjarg og liggur vegur-
inn út við brún, er þaðan fögur útsjón yfir höfðana
inn með Eiðisvíkinni; á norðurströndinni er fiatara
og hallar meira niður að sjó, en hér ganga bjarga-
núpar í sjó fram hver inn af öðrum, smáskorur ganga
inn í björgin, en dældir alldjúpar eru milli múlanna
og mýrasund 1 þeim hér og hvar; þó grýtt sé, er
grösugra sunnan á nesinu en að norðanverðu; Skála-
bjarg er einna hæsti núpurinn, þá kemur Kuml og
Berg sitt hverju megin við Kumlavík, allháir höfð-
ar. Frá Hrollaugsstöðum riðum við upp skarðið
norðan við Heiðarfjall, í því er urðarhryggur nokk-
uð hærri en í Eiðisskarðinu; þaðan riðum við á ská
upp eptir Heiðarfjalli upp í Dimmadal og þaðan
yfir hrygg niður í Kálfshvamm og er það hvilft í
fjallið sævarmegin ofarlega; er sú saga til nafnsins,
að bóndi á Heiði beitti hvamminn; bóndanum á Eiði