Andvari - 01.01.1897, Page 52
46
mislikaði það, hann var göldróttur og sendi magn-
aðan kálf, er drap smalamanninn frá Heiði. Næstu
nótt vorum við á JEiði; bærinn stendur norðan við
allstórt vatn og er mjótt sandrif milli þess og sjávar,
rennur lítil spræna gegnum malarkambinn til sjáv-
ar; vatnið er 800 faðmar á lengd og 500 á breidd.
Daníel bóndi Jónsson heíir byggt hólma í vatninu
til þess að venja þangað æðarfugl; hann hefir og
gert þar mjög miklar jarðabætur, sléttur stórar,
garðanátthaga, rist fram og skorið miklar svarðar-
grafir o. s. frv. Svörðurinn er í barði fyrir ofan
bæinn neðst í mýrarsundi; hann er 4 álnir á þykkt
og ægisaudur undir, en blágrýti undir sandinum.
Sjór hefir hér fyrrurn staðið töluvert hærra, fjöru-
grjót er undir jarðvegi í túni og mýrum, og sumstað-
ar mótar fyrir gömlum malarkömbum. Næsta dag
fórum við frá Eiði suður í fjallgarðinn, riðum fyr-
ir ofan vatnið upp á Buga og bak við Naustin, eru
þar eintómar dóleriturðir og víða ísrákir á klöpp-
um; þar eru fjölda mörg Grettistök og er mörgum
þeirra tildrað alla vegu, en sum standa á hlóðum.
Síðan riðum við veginn að Fagranesi, unz við sáum
austur af, þó nýttist oss ekki útsjónin fyrir þoku;
því næst fórum við upp Álptabotna að tjörn, sem
þar er, upp af henni eru smábrekkur og dý; þar
gengum við upp háan hrygg (1026') og teymdum
hestana og komumst svo upp á íjallið í þoku og
svo niður af því aptur i Þverárdal; létti þá aptur
þokunni; í dalnum er gróður nokkur, en örðugt var
að klöngrast þar niður^eptir sakir grafninga, dýja
og urða. Fjöllin suður af Þverárdal eru öll úr mó-
bergi, en í nyrðri fjöllunum er móberg efst, en dólerít
undir; úr dalmynninu sést vel yfir Sauðanesháls og
heiðarnar suður af; þar er mishæðalítið, að eins