Andvari - 01.01.1897, Page 53
47
lágar öldur og urn þær -<tráð óteljandi dólerítbjörg-
um; á Melrakkaás eru björgin einna flest og stærst.
Þegar við komum niður úr fjöllunum, komum við að
Eldjárnsstöðum, fórum þaðan að Ytra-Lóni og er það-
an bezti vegur að sjó og eptir bökkunum inn að
Sauðanesi; í lónunum eru fjölda margir stórir stein-
ar og standa þeir upp úr vatninu, af þvi vötnin eru
svo grunn; allur þessi urmull at dólerítbjörgum hef-
ir orðið eptir, er isaldarjöklarnir bráðnuðu. Þó
Langanes sé fjarlægur útkjálki, þá er það þó að
mörgu góð sveit, búskapur í góðu lagi og fólk manna-
legt, se.m í öðrum sveitum á norður- og austurlandi;
útbæirnir yzt á nesinu eru þó fremur fátæklegir,
endu eru þar lítil landgæði; af sjónura mætti haf'a
miklu meira gagn en nú, ef hann væri nægilega
stundaður, en fólksekla og efnaleysi mun vera til
fyrirstöðu. Á Langanes flytjast fáir úr öðrum sveit-
um og eru flestir þar skyldir, eins og í Mývatns-
sveit. Fyrir garðrækt mun Langanes ekki sérlega
vel fallið, kálgarða lítilfjörlega sá eg á 2 bæjum;
kartöplugarðar eru þar hvergi og heldur ekki í
Þistilfirði.
Hinn 31. júlí fórum við frá Syðra-Lóni Gfunn-
ólfsvíkurheiði (644') suður að Finnafirði; það er slitr-
óttur vegur, ótræðismýrar og holt á milli; einkum
var vegurinn slæmur niður dalinn upp af Gunnólfs-
vik; þaðan héldum við suður með Finnafirði að Saur-
bæ; viða eru hér f'ornir malarkambar og marbakk-
ar fram raeð strötidu, einkum við ármynnin, og sjást
þeir við og við kringum allar Langanesstrendur;
najög er hér brimasamt og lendingar víðast slæmart
Upp af Langanesströndum eru engin eiginleg fjöll,
að eins lágir hálsar bunguvaxnir og er lausagrjót
mikið ofan á, svo klappir koma óvíða fram nema við